Hefði ekki verið einfaldast fyrir alla ef ÍA hefði gefið mark ?

Mér finnst það.

mbl.is Yfirlýsing frá Keflvíkingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nákvæmlega það sem vantaði = meiri kostnað

Angry
   Einstök frétt
28. júní 2007 | 12:06
Ný reglugerð um afladagbækur nr. 557/2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um afladagbækur. Í þessari reglugerð er öllum skipstjórum íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni gert skylt að halda rafræna afladagbók.

Innleiðing rafrænna afladagbóka verður eftirfarandi:

• Skipstjórum skipa sem eru 45 brúttótonn eða stærri skulu halda rafræna afladagbók frá 1. febrúar 2008.
• Þá er skipstjórum skipa, sem eru stærri en 15 brúttótonn, en eru minni en 45 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladabók frá 1. júlí 2008.
• Loks er skipstjórum skipa, sem eru minni en 15 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladagbók frá 1. október 2008.

Fiskistofu verður heimilt að veita tilteknum fiskiskipum tímabundna undanþágu til að halda afladagbók á bókarformi vegna sérstakra aðstæðna, s.s. þegar aðstaða um borð í fiskiskipi er þannig að ekki er unnt að færa þar rafræna afladagbók.

Fiskistofa mun í haust senda út dreifibréf til allra útgerða íslenskra fiskiskipa, þar sem kynnt verður nánar hvernig staðið verður að innleiðingu rafrænna afladagbóka.

Afladagbókarforritinu ásamt póstforriti, sem þarf til að geta sent gögnin úr forritinu, verður dreift til útgerða þeim að kostnaðarlausu. Kostnað við tengingu og uppsetningu afladagbókarforritsins, kemur aftur á móti í hlut útgerðarinnar að greiða.
   Einstök frétt
28. júní 2007 | 12:06
Ný reglugerð um afladagbækur nr. 557/2007
Sjávarútvegsráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um afladagbækur. Í þessari reglugerð er öllum skipstjórum íslenskra fiskiskipa sem stunda veiðar í atvinnuskyni gert skylt að halda rafræna afladagbók.

Innleiðing rafrænna afladagbóka verður eftirfarandi:

• Skipstjórum skipa sem eru 45 brúttótonn eða stærri skulu halda rafræna afladagbók frá 1. febrúar 2008.
• Þá er skipstjórum skipa, sem eru stærri en 15 brúttótonn, en eru minni en 45 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladabók frá 1. júlí 2008.
• Loks er skipstjórum skipa, sem eru minni en 15 brúttótonn, gert skylt að halda rafræna afladagbók frá 1. október 2008.

Fiskistofu verður heimilt að veita tilteknum fiskiskipum tímabundna undanþágu til að halda afladagbók á bókarformi vegna sérstakra aðstæðna, s.s. þegar aðstaða um borð í fiskiskipi er þannig að ekki er unnt að færa þar rafræna afladagbók.

Fiskistofa mun í haust senda út dreifibréf til allra útgerða íslenskra fiskiskipa, þar sem kynnt verður nánar hvernig staðið verður að innleiðingu rafrænna afladagbóka.

Afladagbókarforritinu ásamt póstforriti, sem þarf til að geta sent gögnin úr forritinu, verður dreift til útgerða þeim að kostnaðarlausu. Kostnað við tengingu og uppsetningu afladagbókarforritsins, kemur aftur á móti í hlut útgerðarinnar að greiða.

Kvótinn ( tekið af heimasíðu LS)

Landssamband smábátaeigenda

3. júlí 2007 :

LS fundar með sjávarútvegsnefnd Alþingis

Í gær fundaði LS með sjávarútvegsnefnd Alþingis. Upphaflega var gert ráð fyrir 20 mínútna fundi, en þar sem túlkun LS á skýrslu Hafrannsóknastofnunar er með öðrum hætti en hjá fjölmiðlum og öðrum hagsmunasamtökum, stóð fundurinn yfir í 50 mínútur.

Á fundinum fór LS yfir ályktun stjórnar félagsins frá 5. júní sl., þar sem lagt er til að árleg þorskveiði takmarkist við 220 þúsund tonn á næstu þremur fiskveiðiárum.
http://www.smabatar.is/frettir/2007/06/09/997.shtml

Þá var ítrekað að LS hafnar sjónarmiðum Hafrannsóknastofnunar um að ástand þorskstofnsins sé svo bágborið að nauðsynlegt sé að minnka hámarksafla um þriðjung. Aflabrögð og samsetning aflans séu með miklum ágætum og t.d. mun betri en fiskveiðiárin 1998/1999 og 1999/2000 þegar stofnunin lagði til að hámarksafli yrði 250 þús. tonn.

LS vakti sérstaka athygli sjávarútvegsnefndar og gagnrýndi framsetningu Hafrannsóknastofnunar á niðurstöðum sem fram koma í skýrslu stofnunarinnar. Þar sé dregin fram biksvört mynd sem hefði haft þau áhrif að gagnrýni á skýrsluna væri nánast engin, hræðslutilfinning bæri alla slíka viðleitni ofurliði. Viðbrögð flestra væru því á einn veg: „Það er ábyrgðarlaust að fara ekki að tillögum Hafrannsóknastofnunar“. Að sama skapi væru þeir lýstir óábyrgir sem telja að ekki eigi að fara að tillögum stofnunarinnar.

Til marks um upplifun á aflabrögðum sjómanna, sem virðist ekki hafa neitt vægi hjá Hafrannsóknastofnun, væru gögn hennar um afla í botnvörpu í fyrra. Samkvæmt þeim væri hann 67% meiri en árið 2000 og væri nú í sögulegu hámarki á því 15 ára tímabili sem grafið næði til.

Þá benti LS sjávarútvegsnefnd Alþingis á fleira sem væri í sögulegu hámarki, en vegna villandi framsetningar færi það fram hjá mönnum í kynningu stofnunarinnar. Dæmi var tekið af hrygningarstofninum. Hafró sýnir þróunina frá 1955 og reiknar þannig meðaltalið 300 þús. tonn. Framsetningin sé afar áhrifarík til að hræða fólk, þar sem aðeins þrisvar á sl. 37 árum mælist hrygningarstofninn yfir meðaltalið og ekki sé hægt að sjá annað en allt sé í rjúkandi rúst. LS gagnrýndi þessa framsetningu harðlega og sýndi graf af hrygningarstofninum frá 1983 til og með 2006. Á því tímabili væri meðaltalið 175 þús. tonn og hann hefði vaxið jafnt og þétt á þessu tímabili. Sögulegt hámark væri á árinu 2005, 228 þús. tonn og meðaltal sl. 3 ára langt yfir meðaltali þessa 24 ára tímabils, 213 þús. tonn.

Á fundinum var rætt um þá skoðun Hafrannsóknastofnunar að veiði umfram ráðgjöf stofnunarinnar væri aðalástæða þess að stofninn mældist í lágmarki. Að mati LS er mismunurinn óverulegur og hefði það engu breytt varðandi útreikninga þó saman hefið farið ráðgjöf og afli.
Því til áréttingar var ýsuveiði á „umframveiðiárunum“ ´98/´99 til og með 2001/2002 tekin sem dæmi. Þá hefði veiðin verið rúmum fimmtungi umfram ráðgjöf. Þrátt fyrir það hefði stofnunin lagt til aukinn heildarafla. Árleg aukning hefði verið í tugum prósenta og hefði tillaga stofnunarinnar á 3 árum þrefaldast.

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu naf


Kvótinn ( Tekið af heimasíðu LS)

28. júní 2007 :

Sökudólgurinn er Hafrannsóknastofnun og loðnufloti landsmanna.

Í gær birtist hér á heimasíðunni hugleiðingar frá Unnsteini Guðmundssyni. Af því tilefni sendi Börkur Jónsson, nú fiskverkandi á Akranesi (bor@simnet.is) eftirfarandi:BorkurJonsson100_1942_2.jpg

 

„Ég tek fyllilega undir þessar röksemdir Unnsteins og vil þakka honum þetta innlegg sem gæti orðið kveikjan að því að koma umræðunni upp úr skítnum. Þessi staðreynd hefur blasað við öllum sem nálægt fiskveiðum á grunnslóð hafa komið undanfarin mörg ár. Við, sem stundað hafa fiskveiðar hér í Faxaflóa höfum verið mjög meðvitaðir um þessa slæmu þróun hvað varðar ætið fyrir þorskinn. Á undanförnum sex til átta árum hefur þorskurinn komið síðla vetrar á hrygningarslóð í Faxaflóa til að belgfylla sig af loðnu sem skaparinn sá um að væri alltaf til staðar á réttum tíma og á réttum stað til að tryggja að náttúruleg fjölgun þorsksins og annarra fiska væri trygg.

Það hafa sennilega aldrei verið unnin eins alvarleg náttúruspjöll á Íslandi eða Íslandsmiðum eins og loðnuveiðifloti okkar hefur framið með gengdarlausri loðnuveiði, og til að kóróna glæpinn og þar með hrun þorskstofnsins hefur hinu ægilega flottrolli verið beitt við veiðarnar.

En þorskurinn hefur sömu hvatir og við mennirnir, hann vill lifa og hann vill klára sitt verk, hann vill hrygna og leggja sitt af mörkum til að viðhalda stofninum þrátt fyrir að honum séu flestar bjargir bannaðar.

Við sem höfum fylgst með þessari þróun vitum manna best hvað þorskurinn gerir til að bjarga sér og ná fram sínu markmiði.

Þorskurinn finnur enga loðnu þar sem hún á að vera en þorskurinn finnur mikið af ýsuungviði og þorskungviði sem reynist honum hið besta fæði,
þorskurinn gerir meira, 6-8 kg þorskar éta 2 kg meðbræður sína af góðri list,
og þorskurinn gerir meira, hann fer alveg upp í þarann og mylur í sig krabba og önnur botndýr, hann rótar upp hrognaköku grásleppunnar og fær magafylli.

Eftir þessar ægilegu hamfarir þorsksins í ungviði og öðru æti hefur þorskurinn náð að þroska hrognin og hrygnir ef já þetta stóra ef,ef,ef. EF hann verður ekki veiddur í þorskanet og aflífaður þrátt fyrir alla hans baráttu undanfarnar margar vikur til að tryggja viðhald stofnsins og þrátt fyrir að hrygningin átti að verða í dag.

Heill árgangur af ungviði farið í fæðu hrygningarþorsks.

Afleiðingar hinna miklu hryðjuverka loðnuflota landsmanna eru nú að verða mun víðtækari en nokkurn hefur órað fyrir.

Eftir að hrygningu lýkur þarf þorskurinn meira æti og þá er nærtækast að ráðast á sandsílið sem margar fleiri tegundir slást um allan sólarhringinn á sumrin. Hér í Faxaflóanum hefur alltaf verið mikið sandsíli um allan flóann bæði djúpt og grunnt.

Hér umhverfis Akranes hefur mátt fylgjast með sílistorfunum nálægt klettunum þar sem sjófuglar og krían hafa haft úr nógu að moða.

Undanfarin ár hefur þessi sjón horfið, sílið er búið, þorskurinn át það með hjálp fugla og e.t.v. fleiri.

Krían reynir varp á þeim slóðum sem stutt var í æti áður. Ekkert æti, varpið misferst.

Bjargfuglar reyna það sama og náttúran boðar þeim. Ekkert æti, varpið misferst.

Svartbakurinn sem áður var í miklu mæli hér við Faxaflóann er nánast horfinn, vantar æti.

Sílamávurinn kemur hingað í stórum flokkum á vorin eins og hann hefur gert undanfarin mörg ár til að verpa með góðum árangri en nú misheppnast það að miklu leyti nema hann hafi nóg af æðar- og mófuglum til að éta.

Allt eru þetta afleiðingar af hinum ægilegu hryðjuverkum loðnuflota Íslendinga og Hafrannsóknastofnunar sem hefur hvatt til loðnuveiða og gerir enn!


Ráðamenn þessarar þjóðar sem standa frammi fyrir ákvörðun varðandi þorskinn skulu gera sér fulla grein fyrir því að:
• Kvótakerfið hefur ekkert með þetta alvarlega ástand að gera.

• Brottkast á fiski hefur heldur ekkert með það að gera.

• Einhver þúsundir tonna sem smyglað er framhjá vigt hefur sömuleiðis ekkert með þetta alvarlega ástand að gera.

Sökudólgurinn er Hafrannsóknastofnun og loðnufloti landsmanna.

Tillögur Hafrannsóknastofnunar um stórfeldan niðurskurð á þorskveiðum er að mínu mati alröng tillaga.

Við eigum að auka veiðar á þorski í 200.000 til 250.000 tonn næstu tvö til þrjú árin.

Og stóra málið það sem allt veltur á, það á að stöðva allar loðnuveiðar þegar loðnan gengur upp á grunnin og setja algjört bann á flottroll.

Það þarf enginn að segja mér það að fræðimenn hjá Hafró viti þetta ekki eins vel og við sjómennirnir. En það þarf einhver að upplýsa mig um ástæðuna fyrir því að þessi stórfelldu HRYÐJUVERK eiga að halda áfram.

 

Börkur Jónsson
sjómaður og fiskverkandi á Akranesi.“

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni.


Einn frá litlu systir


>
>  Eins og venjulega fór Birkir snemma í háttinn, kyssti konuna góða nótt og
> steinsofnaði.
>  Seinna um nóttina vaknar hann og sér gamlan mann inn í
> svefnherberginu,klæddan í hvítan kufl. "Hvað í andskotanum ertu að gera í
> svefnherberginu mínu ?" segir Birkir reiður.
>  "Þetta er ekki svefnherbergið þitt," segir maðurinn,
>  "þú ert kominn til himna og ég er Lykla-Pétur."
>  "HVAÐ? Ertu að segja að ég sé dauður ?
>  Ég vil ekki deyja... ég er allt of ungur og á eftir að gera svo margt,"
> segir Birkir.
>  " Ef ég er dauður þá vil ég að þú sendir mig til baka á stundinni!"
>  "Það er nú ekki svo einfalt," Svarar Pétur.
>  Þú getur aðeins snúið til baka sem hestur eða hæna.
>  Eða haldið áfram að vera dauður auðvitað.
>  Birkir hugsaði þetta í nokkrar mínútur og komst að því að það er
> örugglega ekkert auðvelt líf að vera hestur, úti að hlaupa allan daginn
> með einhvern á bakinu,
>  svo af tvennu illu þá væri líklegra betra að snúa aftur sem hæna.
>  Það væri ábyggilega letilíf.
>  "Ég vil snúa aftur sem hæna...
>  " samstundis var Birkir kominn í hænsnakofa með fallegar fjaðrir og allar
> græjur.
>  En almáttugur hvað honum var illt í afturendanum.
>  Það var eins og hann væri að springa!
>  Þá kemur haninn....
>  "Hæ þú hlýtur að vera ný hérna. Hvernig hefurðu það?
>  "Allt í lagi býst ég við" Svarar Birkir en mér finnst eins og rassinn á
> mér sé að springa!
>  "Þú ert bara að fara að verpa. Hefurðu aldrei verpt áður?
>  Neiiiiiiii...... hvernig geri ég það?
>  "Gaggaðu tvisvar og þrýstu svo af öllu afli" Svarar haninn.
>  Og Birkir gaggar tvisvar og rembist svo eins og hann eigi lífið að leysa.
>  Skömmu síðar liggur hans fyrsta egg á gólfinu.
>  "Vá segir Birkir þetta er meiriháttar svo gaggar hann aftur tvisvar
>  og byrjaði að rembast og eitt egg í viðbót liggur á gólfinu.
>  Þegar hann gaggar í þriðja sinn heyrir hann konuna sína öskra:
>  "Vaknaðu Birkir, í öllum bænum. Þú ert búin að skíta út um allt rúm.
>
>
> ------------------------------------------------------------------------------
>  Food fight? Enjoy some healthy debate
>  in the Yahoo! Answers Food & Drink Q&A.
>

Stíft róið að undanförnu

Fór á sjó föstudag, sunnudag og mánudag. Afli tæp 5 tonn af blönduðum fiski. Stærsta vandamálið í dag er að finna kvóta, sérstaklega í keilu og löngu (tegundum sem ættu ekki að vera í kvóta). Einnig virðist hugmyndir hafró um að lítið sé af þorsk ekki eiga við rök að styðjast, enda verður víða vart við þorsk. Einnig er erfitt að eiga við ýsuna, því þrátt fyrir mikinn kvóta virðist hún vera ill fáanleg í veiðarfæri.

Veðrið var mjög gott þessa þrjá daga, logn og blíða og þegar ég horfi út um gluggann inn á Flúðir, blasir við spegilsléttur sjórinn. Á morgun fer ég annaðhvort að beita eða í lunda, kemur í ljós.


Lundinn

Elliðaeyingar eru í ár í forsvari fyrir bjargveiðifélag Vestmannaeyja. Í síðustu viku boðuðu þeir til fundar með félögum úr öðrum eyjum. Á fundinum var ákveðið að beina þeim tilmælum til veiðimanna, að fresta veiðum um nokkra daga. (veiðitíminn hefst á hverju ári 1. júlí) Ástæðan fyrir frestuninni, var ótti manna um að varp lundans væri að bregðast, vegna ætisskorts. Staðan í dag er hins vegar sú, að töluvert æti virðist vera í kringum eyjar, enda mikið af lunda. Varpið virðist þó ekki vera nema um 50 %. Síðar í sumar kemur í ljós, hvernig tekst með að koma pysjunni á legg. Eitt veiðifélag (Ystiklettur) ákvað að hefja veiðar strax í gær, 1. júlí og var veiðin eftir fyrsta dag ca. 350 lundar og í dag ca. 200 lundar. Búast má við því að fleiri hefji veiðar í vikunni. Undirritaður er ekki byrjaður veiðar. Meira seinna.

ÍBV 1 Njarðvik 1

Eyjamenn voru betri fyrstu 10 mínúturnar og náðu þá forustunni í leiknum . Markið skoraði Atli Heimisson.  Eftir það jafnaðist leikurinn  og það má kannski segja að jafntefli hafi verið sangjörn úrslit þó svo að leikmenn Njarðvíkur hafi verið farnir að tefja í restina enda sáttir við sinn hlut. Mér fanst eyjamenn enn vera í skíjonum eftir góðan sigur í síðasta leik og í raun og veru aldrei ná upp sama krafti og í þeim leik, vonandi gengur betur næst. Framundan er erfiður útileikur á móti Grindavík . ÁFRAM ÍBV.

Kvótakerfið í Færeyjum

Vísir, 27. júní. 2007 19:20

Sjávarútvegur í Færeyjum vill engan samdrátt

Ráðgjafanefnd sjómanna og útgerðarmanna í Færeyjum leggur til að tillögur fiskifræðinga um samdrátt í veiðum við Færeyjar verði algerlega hunsaðar. Einn nefndarmanna segir nánast ekkert hafi verið hlustað á varnaðarorð fræðinganna í tíu ár og reynslan sýni að ráðgjöf þeirra hafi verið vitlaus.

Í Færeyjum eru menn að horfa til sömu erfiðu stöðunnar og á íslandi samkvæmt mati fiskifræðinga. Þar í landi er sóknardögum útdeilt á skip og hefur þetta svokallað fiskidagakerfi verið við lýði í 11 ár. Í Færeyjum tekur Lögþingið ákvörðun um fjölda sóknardaga og skal tekið tillit til rágjafar frá annars vegar fiskifræðingum og hins vegar svokallaðri fiskidaganefnd en þar sitja fulltráur útgerðarmanna og sjómanna.

Fiskidaganefndin hefur til þessa haft meiri áhrif en fræðimennirnir og hún leggur nú til óbreytta sókn - þrátt fyrir hrakspár fiskifræðinga. Auðunn Konráðsson, sjómaður frá Klaksvík er hálfur íslendingur en hann situr í nefndinni - sem hvikar ekki frá vantrú sinni á fræðimönnunum. Hann segir að í tíu ár hafi verið farið langt umfram ráðgjöf fiskifræðinga og hefðu spámódel þeirra gengið eftir væri þorskurinn fyrir löngu uppurinn.

Auðunn vonast til að þingmenn Færeyja muni sem fyrr fara fremur að ráðum þeirra sem starfi í greininni en fiskifræðinganna en ákvörðun um fjölda sóknardaga er kynnt á aukafundi þingsins á Ólafsvöku í lok júlí. Þorsveiði við Færeyjar hafa verið afar léleg í nærri tvö ár og hefur Alþjóðahafrannsóknarráðsins lagt til að þorsveiðar verði stöðvaðar. Auðunn segir að þessi lægði sé hluti af náttúrulegri sveiflu sem alltaf hafi verið í veiðunum.



Kvótinn

27. júní 2007 :

Þorskurinn – engin lífvera sterk án fæðis

Unnsteinn Guðmundsson, fulltrúi Hrollaugs í stjórn Landssambands smábátaeigenda hefur sent eftirfarandi til birtingar á heimasíðunni.UNNSTEINN100_1838_3.jpg

„Ágætu vísindamenn Hafrannsóknastofnunar. Réttið ykkur af.

Allsstaðar í lífríkinu er grunnforsenda fyrir viðhaldi stofna og einstaklinga, MATUR.
Það breyta litlu friðanir og aðrar hindranir á veiðum á meðan þið hafrannsóknarmenn látið viðgangast að veiða matinn, - orkuna, - grunninn fyrir fiska og aðrar lífverur til nauðsynlegrar orkuþarfar. Til að eðlileg framleiðsla sterkra hrogna og hrygningar geti orðið er þetta grunnurinn í öllu lífríkinu. Horaður og illa á sig kominn einstaklingur framleiðir síður hrausta einstaklinga, þó svo arfgengi hafi örugglega áhrif.

Ég tel nauðsynlegt að reyna að koma ykkur uppúr þessu fari sem mér finnst þið vera fastir í.

• Þið virðist láta átölulaust að veiða megnið af matnum sem þorskur og aðrir nytjastofnar þurfa til að fita sig nægilega fyrir velheppnaða framleiðslu hrogna og svilja og svo hrygninguna sjálfa.

• Þið virðist láta átölulausar flottrollsveiðar þar sem milljónir „hnífa” (ofurgirnið í möskvunum) skera allt sem á þeirra vegi er. Nú er flottrollið að veiða Íslensk-Norsku síldina og trollið kemur upp loðið af smáloðnu. Það sem hangir fast í trollinu sést en ekki það sem hefur skaðast til dauðs. Væri ekki farsælla að sleppa flottrollinu, nota nótina og hætta þannig að hræra í torfunum.

• Þið virðist láta átölulausa stöðuga offjölgun í hvalastofninum, samkeppnisaðila okkar í nýtingu auðlindarinnar. Tekur ekki ein hrefna 30 tonn á ári úr lífríki hafsins? Það væri kannski rétt að fara að verðlauna þá sem ná að drepa hval með samsvarandi fiskveiðiheimildum, innan ársins. 30 tonn fyrir eina hrefnu og samsvarandi fyrir aðrar hvalategudir.


Þið eruð á villigötum með reikningskúnstirnar. Það er alveg sama hvernig þið reiknið ef þið gleymið að setja aðalatriðið inn; fiskur eins og aðrar lífverur þarf mat – orku, til að stækka og einnig til að framleiða og hrygna sterkum hrognum, Það dugir engin reiknigsformúla hjá ykkur til stækkunar þorskstofnsins ef þið ætlið að láta óátalið að heimila veiðar á matnum sem fiskurinn þarf. Með sömu reikningskúnstum verðið þið að fara að setja fram síðar þetta athyglisverða orð “ofmat” sem kemur nokkrum árum eftir góða seiðatalningu eða eitthvað álíka.

Ástæðan er einföld, þið látið viðgangast að veitt sé frá þorskinum maturinn sem hann þarf til viðhalds öflugum stofni. Það er óhugglegt að heyra ykkur sífelt segja að það þurfi að friða og friða þessi og hin veiðisvæðin til að byggja upp stofninn en látið svo viðgangast að hann vanti mat FÆÐI. Það verður engin lífvera sterk án fæðis.“

Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir fullu nafni. Nafnlaus innlegg verða fjarlægð af síðunni


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband