Annasamir dagar

Búinn að róa þrjá daga í röð og afli tæp 6 tonn, sem telst mjög gott í eyjum. Veit ekki aflaverðmæti (kemur seinna). Veðrið er búið að vera alveg frábært og fiskiríið eftir því. Mikið líf er nú í sjónum í kringum eyjar, mikið af síld og rauðátu á ferðinni, svo það ætti að vera nóg af æti fyrir bæði fiska og fugla. Á leiðinni á miðin í morgun var ég að hlusta á Bylgjuna, á Ísland í býtið. Þar var minn maður, Grétar Mar í spjalli. Grétar kom með skemmtilega útskýringu á hugmyndum hafró varðandi niðurskurði í þorskinum og göllunum við þær.

Við heyrum stundum sérfræðingana á veðurstofunni spá sól og blíðu allan daginn, en stundum sjáum við enga sól, þrátt fyrir spá sérfræðinga. Sérfræðingar hjá hafró eru með ákveðið reiknilíkan, þar sem þeir spá fyrir um stærð þorskstofnsins. Eins og flestir hafa nú séð, þá spá þeir miklum samdráttum í þorskveiðum, á meðan sjómenn geta varla sett út veiðarfæri fyrir þorski allt í kringum landið. Svo hverju á maður að trúa. Sjómönnum sem segja að aldrei hafa verið meiri þorskur í kringum landið, eða hafró, með margra áratuga gamalt reiknilíkan, sem aðrir fræðimenn segja að virki ekki lengur. 

Er veðurspáin alltaf rétt? Nei.

Hefur hafrannsókn einhvertímann ofmetið þorskstofninn? Já, um 600 þús. tonn.

Góðar stundir, meira seinna. 


ÍBV 3 Stjarnan 0

Góður leikur hjá eyjamönnum sá besti í sumar. Mikil barátta í liðinu og allir að gefa sig 100 % í leikin, sigurin var aldrei í hættu og greinilegt að liðið er komið á rétta braut. ÁFRAM  ÍBV.

Meira um kvótan

17. júní 2007 :

LS fundar með sjávarútvegsráðherra

Sl. föstudag kynnti LS fyrir sjávarútvegsráðherra tillögur sínar um hámarksafla næsta árs. Áhersla var lögð á að ráðherra gæfi úr 220 þús. tonna jafnstöðuafla í þorski árlega næstu þrjú árin.

LS lagði fram mikið magn upplýsinga máli sínu til stuðnings. M.a. sjónarmið stjórnarmanna félagsins sem fram komu á fundi hennar með sérfræðingum Hafrannsóknastofnunar 5. júní sl.

Þá var vakin athygli á villandi framsetningu stofnunarinnar varðandi stærð hrygningarstofnsins og nýliðunar.

Varðandi nýliðunina kynnir stofnunin hana sem meðaltal frá 1955 og fær þannig út 180 milljónir nýliða. LS er afar gagnrýnið á þennan málflutning og segir hann villandi. Eðlilegt sé að miða við sl. 20 ár, en þá er meðaltalið rétt yfir 130 milljónum nýliða. Á þann hátt er hægt að heimfæra að nýliðun undangenginna ára hafi alls ekki verið slæm, þó vissulega líti út fyrir að 2001 árgangurinn sé ekki beysinn.
Með 180 milljóna meðaltali tekst stofnuninni hins vegar að vekja ugg þ.s. aðeins 2000 árgangurinn er yfir þeirri tölu. Það er aftur á móti ekki vakin athygli á að á 20 ára tímabili hefur nýliðunin aðeins árið 2000 verið yfir 180 milljónum. Árgangarnir hafa aftur á móti gefið mönnum meiri fiskgengd heldur en elstu menn muna.

Sami villandi málflutningurinn viðhefur stofnunin varðandi hrygningarstofninn. Engin tilraun er gerð til að vekja athygli á að hann var í sögulegu hámarki 2005 frá 1982 til 2006 og hefur verið allt frá þeim tíma verið vaxandi


Er Þyrnirós að vakna?

Eftir að hafa sofið í 24 ár.
mbl.is Sturla: Kvótakerfið hefur mistekist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÍBV 1 KA 0

Við vorum heppin í dag enda áttu KA menn mun fleiri hættuleg færi heldur en við. Mér finnst liðið okkar koma ágætlega tilbúið í leikina en leikmenn virðast vera allt of fljótir að hengja haus, það er eins og það vanti einhvern neista í liðið. Vonandi kemur þetta í næstu leikjum við verðum ekki endalaust heppin. ÁFRAM ÍBV.

Eingin furða þó ekki sé nóg æti fyrir fiska og fugla

14. júní 2007 :

Allt fullt af hval

Er haft var samband við Ólaf Hallgrímsson á Eydísi NS 320 var hann á heimleið til Borgarfjarðar. Hann hafði farið norður að Langanesi. Þar lagði hann línuna og freistaði þess að ná ýsu. „Þetta hangir í 100 kílóunum hjá mér“, sagði Ólafur aðspurður um aflann.

„Annað er öllu líflegra, hvalur út um allt.“

Þegar Ólafur var um 10 mílur útaf Digranesi sá hann steypireið, „slíka skepnu hef ég ekki séð fyrr, hvílíkt ferlíki. Þurfti að hægja á mér til að lenda ekki upp á honum“, sagði Ólafur.

 




Mikið lundaflug í kvöld

Það er kominn suðaustan stinningskaldi svo ég fór einn rúnt með sjónaukann að kíkja. Sá ekki bara mjög mikið af lunda í fjöllunum, því auk þess var suðursjórinn allur þakinn af lunda. Vonandi er til æti fyrir fuglinn og ungann seinni í sumar.

Hætt er við því, að einhverja lundaveiðimenn fari að klæja í puttana.


Sumar í eyjum

Það er búið að vera stillt og fallegt veður að undanförnu og eftir smá rigningar úða eins og í kvöld virðast fjöllin vera nánast silfur græn. Sumarið er mikill anna tími hjá trillukörlum og hef ég nú róið 5 sinum á einni viku . Aflin er liðlega 7 tonn af blönduðu fiski sem hefði einhvern tíman þótt ágætt í eyjum en mesti glansinn fer fljótt af þegar leigan tekur á milli 60 til 70 %. Lítið hefur sést af Lunda og eru veiðimenn orðnir mjög uggandi enda aðeins liðlega 2 vikur í að veiðitíminn hefjist. Þegar ég kom heim seinnipartinn í dag þá heyrði ég Ágústu Ósk (5ára) syngja : Með sól í hjarta við syngjum saman. Góðar stundir. Smile

Mesta Þorskveiði á færi frá upphafi þessa kvótakerfis?

12. júní 2007 :

Hefði óskað þess að fiska svona vel í sóknardagakerfinu

Héðan frá Patreksfirði er allt gott að frétta. Færafiskeríið er að slá öll fyrri met hjá mér. Búinn að fá 9 tonn á 3 dögum – eða við skulum segja 36 klst, sem hefðu jú verið 3 dagar í upphaflegu sóknarkerfi eða 1,5 dagur eftir reglunum þegar kerfið var afnumið. Fiskurinn er af öllum stærðum, þó er stór fiskur að meirihluta, lifrarmikill og fallegur. Mældi einn og var hann 129 cm langur og 25,2 kg.

Ég hugsa nú til þess að gaman hefði verið að vera enn í dagakerfinu, mér hefðu trúlega nægt 15 dagar við svona aðstæður, sagði Friðþjófur Jóhannsson útgerðarmaður og skipstjóri á Dýra BA.

 


Kvótinn

12. júní 2007 :

Byggðakvótinn - Fiskistofa auglýsir eftir umsóknun

Eftirtalin byggðalög gerðu ekki athugasemdir við úthlutunarreglur um byggðakvóta sem birtar voru í reglugerð nr. 439, 15. maí 2007:

Blönduósbær (Blönduós)
Bolungarvík
Borgarfjarðarhreppur (Borgarfjörður eystri)
Djúpavogshreppur (Djúpivogur)
Sandgerðisbær (Sandgerði)
Snæfellsbær (Ólafsvík)

Fiskistofa hefur nú auglýst eftir umsóknum frá fiskiskipum sem skráð voru í viðkomandi byggðarlögum 1. maí sl. Auk þess er gert að skilyrði að hafa veiðileyfi í atvinnuskyni og báturinn sé í eigu eða leigu einstaklinga eða lögaðila með heimilisfang á staðnum 1. maí sl.

Umsóknum skal skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 27. júní 2007.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband