Meira um Grásleppuna

29. maí 2007 :

Enn af grásleppu og Nýfundnalandi

Grásleppuveiðimenn á einu af 27 veiðisvæðunum á Nýfundnalandi hafa nú lokið sinni vertíð. Afraksturinn var rýr - eða um 10% af því sem þeir fengu í fyrra. Enn eru langflest svæðanna lokuð en á einu þeirra sem nú er opið var aflinn eftir fyrstu lögn um helmingur þess sem gerðist á síðasta ári og daginn eftir helmingi minni en það.

Ástandið við austurströndina batnar lítið. Gríðarlegt magn af rekís er á svæðinu, sem sést td vel á þessu korti frá því í gær:

http://ice-glaces.ec.gc.ca/prods/WIS27SD/20070528180000_WIS27SD_0003143768.pdf

Nýfundnalendingar eru mjög svartsýnir á framhaldið en eins og góðra veiðimanna er siður munu þeir ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana.

Að sönnu eru Íslendingar ýmsu vanir þegar kemur að veðurfyrirbrigðum, en það á ekki síður við Nýfundnalendinga. Vorið 2003 var þar tekið upp myndbandið á þessari slóð:

http://www.youtube.com/watch?v=m6JLzOHJzbU


KR á botninum æ enn skemtilegt


mbl.is Tvö mörk á KR-velli með skömmu millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg skelfileg þróun

Maður spyr sig, hvað fær ungt fólk til að taka þátt í svona vitleysu?
mbl.is Tvær 17 ára stúlkur földu um 40 gr. af fíkniefnum innvortis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mæli með þessari sýningu

Surtsey - jörð úr ægi

Sýningin Surtsey – jörð úr ægi rekur myndunar- og þróunarsögu Surtseyjar fram til dagsins í dag og spáir fyrir um framtíð eyjarinnar og þróun lífríkis hennar næstu 120 árin. Á sýningunni er beitt nýjustu sýningartækni og margmiðlun við kynningu á ómetanlegum niðurstöðum vísindarannsókna í Surtsey.

Surtseyjargosið 1963–1967 er lengsta gos á sögulegum tíma hér á landi; ný jörð reis úr ægi og vakti athygli leikra og lærðra um allan heim. Surtsey var friðlýst 1965 og hefur frá upphafi verið lifandi rannsóknastöð þar sem vísindamenn hafa stundað rannsóknir í eldfjallafræði, móbergsmyndun, landmótun og rofi, landnámi lífs og þróun vistkerfa.

Surtsey hefur af Íslands hálfu verið tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO yfir náttúruminjar. Sýningin skýrir forsendur fyrir þeirri ákvörðun en það er mat íslenskra vísindamanna að Surtsey hafi mikla sérstöðu meðal eldfjallaeyja jarðarinnar. Búast má við niðurstöðu varðandi tilnefninguna sumarið 2008.

Á þessu ári eru liðin 40 ár frá lokum Surtseyjarelda.

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur að sýningunni. Meira um Surtsey á vef NÍ:


Surtsey tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO

Líffræðileiðangur til Surtseyjar 2006

40 ára vöktun eldfjalleyjar


Íslandsmóti í sjóstöng lokið

Á mótinu veiddust liðlega 10500 kg mest Þorskur. Keppendur voru 36 og var aflahæsti maður með rétt tæp 700 kg. Það gekk ágætlega umborð hjá mér á Blíðunni, og var Blíða VE 263 næst aflahæsti bátur á eftir Sævaldi VE, skipstjóri Kjartan Már Ívarsson. Um borð hjá mér veiddist stærsti fiskur mótsins, sem var langa, 14,2 kg, einnig veiddist stærsti karfi umborð hjá mér. Ég hef nú tekið þátt í mörgum mótum, en sennilega er veðrið þessa helgi eitthvað það besta, sem ég hef nokkurn tímann lent í.

Var að koma úr glæsilegu hlaðborði, þar sem boðið var bæði upp á sjávarrétti og kjötrétti. Mótið í heild var Sjóve til mikils sóma og þakka ég fyrir mig.


SmÁ SPEKI Í BOÐI LITLU SYSTUR

Þetta ætti sennilega að vera límt á spegilinn á baðinu hjá þér þar sem þú getur lesið þetta á hverjum degi. Þú gerir þér kannski ekki grein fyrir því en þetta er 100% satt! 1.   Það eru að minnsta kosti tvær manneskjur í þessum heimi sem þú myndir deyja fyrir.2.   Það eru að minnsta kosti 15 manns í þessum heimi sem elska þig á einhvern hátt.3.   Eina ástæðan fyrir því að einhver hati þig er, viðkomandi vill vera eins og þú.4.   Bros frá þér getur fært einhverjum hamingju, jafnvel þótt viðkomandi líki ekki við þig.5.   Á hverju kvöldi, hugsar EINHVER til þín áður en viðkomandi fer að sofa6.   Þú ert himinn og jörð hjá einhverjum.7.   Þú ert einstök og sérstök í þessum heimi8.   Einhver sem þú þekkir ekki, elskar þig.9.   Jafnvel þegar þú klúðrar málunum, verður eitthvað gott úr því.10. Þegar þér finnst heimurinn hafa snúið í þig baki, líttu aftur á.11. Mundu alltaf eftir hrósum sem þú færð. Gleymdu dónalegum hreitum. Þannig að………….Ef þú ert elskulegur vinur, þá sendu þetta til allra , einnig þess sem sendi þér þetta. Ef þú færð þetta til baka þá veistu að þeir elska þig í alvöru.Já og mundu………þegar lífið afhendir þér Sítrónu /Lime, biddu þá um Tequila og salt! Íslenskað : Skúli Magnússon   

Þetta er nú ekki pappírsins virði og greinilega bætt við eftirá.

. maí 2007 :

Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007

Birt hefur verið stefnuyfirlýsing ríksstjórnarflokkanna. Að málefnum sjávarútvegsins er m.a. vikið í kaflanum „Kraftmikið atvinnulíf“. Þar segir:

„Tryggja skal stöðugleika í sjávarútvegi. Gerð verður sérstök athugun á reynslunni af aflamarkskerfinu við stjórn fiskveiða og áhrifum þess á þróun byggða. “

Sjá nánar sáttmálann í heild:

http://www.forsaetisraduneyti.is/frettir/nr/2643

Þitt


Fer upp á land á morgun

Ef laust er með Herjólfi ( gleymdi að panta) og ef ég kemst til baka annað kvöld og ef ég sef ekki yfir mig og ef  ekki er sprungið á bílnum í fyrramálið og ef einhver nennir að lesa þetta þá átti listinn að vera miklu lengri en endirinn þessi , það væri nú munur ef það væru kominn göng Crying  sjálfur væri ég sáttur við gang meira skip en með þessari ríkisstjórn, bless allar samgöngubætur sjáumst eftir 4 ár.

Samúðarkveðjur

Ég var að renna yfir stefnuskrá ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum. Ég samhryggist innilega öllum sjómönnum, leiguliðum, bæði á stórum og litlum bátum. Það er ljóst að þessi ríkisstjórn ætlar ekki að breyta neinu í þessu kvótakerfi. Samhryggist einnig þeim sem munu missa vinnuna vegna þessa kerfis á næstu árum og sennilega sitja uppi með verðlausar eignir í litlum sjávarþorpum. Samhryggist einnig þeim sjómönnum og verkafólki, sem kusu þessa flokka yfir okkur í þeirri trú að breytingar yrðu gerðar á kvótakerfinu. Ég hef oft sagt það að samfylkingin er að mínu mati bara stór framsóknarflokkur, sem hagar seglum algjörlega eftir vindi. Stefnuskrá þessarar ríkisstjórnar sannar mitt mál. 

Meira seinna.


Ný ríkisstjórn

Fyrstu mistökin hjá Ingibjörgu Sólrúnu voru að taka að sér utanríkisráðuneytið, því eins og margsannað er, þá missir utanríkisráðherra offt sambandið við kjósendur sína.  Einar Kristinn verður áfram sjávarútvegsráðherra, yfir ráðuneyti sem hann hefur ekki ráðið við og þarf að bæta við sig landbúnaðarráðuneytinu. Kristján L. Möller, samgönguráðherra, þar með fóru göngin fyrir lítið.

Meira seinna.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband