5.5.2007 | 21:38
Semsé 90 % líkur að það komi ekki eldgos næstu 50 árinn
Hætta á eldgosum á Reykjanesi kallar á varaflugvöll sunnanlands
Flugvallarnefnd telur að ef Reykjavíkurflugvelli verði lokað og innanlandsflugið flutt til Keflavíkur þurfi samhliða að byggja upp nýjan varaflugvöll á Bakka í Landeyjum, meðal annars vegna hættu á eldgosum á Reykjanesskaga. Allt að tíu prósenta líkur eru taldar á eldgosi þar á næstu fimmtíu árum. Flutningur innanlandsflugsins til Keflavíkur skilar einna mestum þjóðhagslegum ábata, að mati flugvallarnefndar. Nefndin telur hlutverk Reykjavíkurflugvallar sem varaflugvallar fyrir Keflavík þó það mikilvægt að byggja verði upp nýjan varaflugvöll á suðvesturhorninu, verði Vatnsmýrin tekin undir annað, þar sem varaflugvöllur í Reykjavík spari töluvert fé fyrir flugrekstur og hafi auk þess mikla þýðingu fyrir öryggi flugsamgangna. Einnig þurfi að hafa í huga mögulega náttúruvá. Fékk flugvallarnefnd því Íslenskar orkurannsóknir til að meta líkur á eldgosi á Reykjanesskaga. Niðurstaðan var að líkur á eldgosi þar á næstu 50 árum geti verið allt að tíu prósent. Ekki er talið ljóst hvaða áhrif eldgos hefði á. Hætta á að hraunrennsli teppi vegasamgöngur milli Reykjavíkur og Keflavíkur er ekki talin mikil. Hins vegar geti öskugos á Reykjanesi haft truflandi áhrif á flug. Með hliðsjón af þessu reiknar flugvallarnefnd því með því í sinni skýrslu að Bakkaflugvöllur í Landeyjum verði stækkaður og byggður upp sem varaflugvöllur, ef innanlandsflugið flyst til Keflavíkur.5.5.2007 | 21:19
Fiskur namm
Matreiðslumeistarar farnir að velja "sjálfbæran fisk"
Fyrir tveimur dögum birtist frétt í kálfi Washington Post sem fjallar um mat. Fyrirsögn greinarinnar er Við endamörk: Matreiðslumeistarar hafa áhyggjur af ofveiði og bjóða sjálfbærni frá hafi á disk.
Fréttin er um þá hreyfingu sem fer vaxandi í veitingahúsum að bjóða ekki upp á fisk nema veiðarnar séu sjálfbærar.
Fréttin hefst á því að geta um hinn 28 ára Barton Seaver sem opnaði í síðustu viku aprílmánaðar sjávarréttaveitingastaðinn Hook í Georgetown sem er við hlið höfuðborgarinnar Washington.
Barton er með mikla bauga undir augum, en það er ekki aðeins vegna vinnu á veitingastaðnum. Það stafar ekki síst af því að nóttunum eyðir hann í að rápa á vefnum til að leita að fiski sem hann getur boðið viðskiptavinum sínum með góðri samvisku.
Kveikjan að þessari ástríðu Bartons er skýrslan fræga sem kom út fyrir all nokkru, þar sem því er haldið fram að fiskistofnar heims stefni í kalda kol árið 2048.
Matreiðslumeistarinn ungi talar enga tæpitungu um ætlunarverk sitt: Við erum að tala um grundvallarbreytingu á þjóðfélagslegu viðhorfi gagnvart höfunum. Það sem við erum að reyna er að skapa tengsl við þau í gegnum mat.
Barton er ekki einn: hópur þeirra matreiðslumeistara fer stækkandi sem ýmist af raunsæis eða siðfræðilegum ástæðum vilja helst aðeins bjóða fisk úr stofnum sem ná að endurnýja sig með eðlilegum hætti. Þess eru dæmi að þeir hafi tekið vinsæla rétti af matseðlum vegna þessa.
Þessi þróun á sviði veitingahúsarekstrar er nú að bætast við stöðugt vaxandi kröfur um umhverfismerkingar á fiskafurðum.
Aukning í fiskneyslu í Bandaríkjunum 2001 2005
Bandaríkjamenn eru ekki þekktir fyrir mikla fiskneyslu, en hún fer þó vaxandi. Frá árinu 2001 til 2005 jókst neyslan á mann um 9,5%, úr 6,73 kg á mann í 7,36 kg. Ríflega helmingur þessa er neytt á veitingastöðum. Miðað við þessar tölur var heildarfiskneysla Bandaríkjamanna árið 2001 rúmar 1,9 milljónir tonna og jókst í tæpar 2,2 milljónir tonna árið 2005. Aukningin er tæp 300 þúsund tonn og samkvæmt þessu hafa 1,1 milljónir tonna af fiski verið matreidd á bandarískum veitingahúsum árið 2005.
Til hliðar við fréttina sem hér hefur verið fjallað um er innrammaður listi sem varla gleður marga í íslenskum sjávarútvegi. Þar eru taldar upp tegundir sem fólki er ráðlagt að varast og tegunda sem það ætti frekar að velja. Meðal þeirra tegunda sem ráðlagt er að varast er þorskur úr Atlantshafi. En miðað við síðustu tilkynningar frá Hafró er varla von á öðru.
Listinn fylgir hér með og slóðin á fréttina í Washington Post er
http://www.washingtonpost.com/wp-dyn/content/article/2007/05/01/AR2007050100446.html?referrer=emailarticle.
5.5.2007 | 20:54
Minning um Dimmu.
Fyrir ári síðan keypti ég veiðarfærahúsnæði eftir að hafa verið þar í stuttann tíma fór ég að heyra eins og lítið mjálm í einum útveggnum. Þegar betur var að gáð var lítið gat að utanverðu þar sem einu sinni hafði verið gluggi. Nokkru seinna opnaði ég þetta innan frá og kom þá í ljós pínu lítill, kolsvartur, kettlingur. Fór ég með hana heim og var hún skírð Dimma. Fljótlega varð hún mikið eftirlæti á heimilinu. Eitt það skemmtilegasta sem að Dimma tók uppá í vetur var að opna útihurðina sjálf. Eitt sinn þegar ég kom heim, þá beið hún við útidyrnar og ákvað ég að sjá hvernig hún færi að. Eftir að hafa beðið í smá stund, gafst hún upp á að bíða eftir mér og stökk skindilega og greip með báðum framloppum um hurðarhúnann, og hékk þar þangað til hurðin opnaðist. Fyrir viku síðan kom hún ekki heim eina nóttina fyrr enn seint kvöldið eftir og þá greinilega draghölt. Eftir viku í hjúkrun á heimilinu var ákveðið að senda hana til dýralæknis. Þaðan fengum við svo símtal í gær um að hún hefði verið það illa slösuð að það var ákveðið að svæfa hana. Hennar verður sárt saknað. Dimma, takk.
5.5.2007 | 13:56
Klukkann er korter í kostningar
![]() |
Samið um tannlæknaþjónustu og forvarnarskoðanir 3 og 12 ára barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2007 | 13:45
Meiri peningur eftir til að eyða í auglýsingar
![]() |
Capacent: Auglýsingakostnaður Framsóknarflokksins ofreiknaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2007 | 13:40
Klúður á vegum ríkisinns
![]() |
Neita því að hafa hleypt upp verði ferjunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2007 | 22:29
Hvað á að kjósa (XF)
4.5.2007 | 21:39
Ekki góð þróun
Þrjú fyrirtæki ráða yfir tæpum helmingi veiðiheimilda í karfa og grálúðu
Birtur hefur verið listi yfir kvótastöðu 100 stærstu útgerðanna. HB Grandi ber ægishjálm yfir aðrar útgerðir í þorskígildum talið og er einnig hæstur í ýsu, ufsa, karfa og loðnu eða helmingi þeirra 8 tegunda sem lúta ákvæðum um hámarkseign. Samherji hf er með hæstu hlutdeild í þorski og síld, Brim hf í grálúðu og Vísir hf í úthafsrækju.
Þau þrjú fyrirtæki sem eiga mesta hlutdeild í einstaka tegundum eru:
Þorskígildi:
HB Grandi 11,67%, Samherji hf 7,39% og Brim hf 5,74%. ...Samtals 24,8%.
Þorskur:
Samherji hf 6,85%, Brim hf 6,70% og Vísir hf 5,14%. ...Samtals 19,42%.
Ýsa:
HB Grandi 6,60%, Brim hf 6,01% og Vísir hf 5,87%. ...Samtals 18,48%.
Ufsi:
HB Grandi 17,56%, Þorbjörn hf 6,54% og Brim hf 5,87%. ...Samtals 29.97%.
Karfi:
HB Grandi 31,95%, Samherji 8,21% og Brim hf 8,10%. ...Samtals 48,26%.
Grálúða:
Brim hf 20,74%, Samherji 13,39% og HB Grandi 13,17%. ...Samtals 47,3%.
Síld:
Samherji hf, Síldarvinnslan hf og Skinney-Þinganes hf með 13,31% hvert. ...Samtals 39,93%.
Loðna:
HB Grandi 18,68%, Ísfélag Vestmannaeyja hf 15,47% og Síldarvinnslan hf 10,48%. ...Samanlagt 44,63%.
Úthafsrækja:
Vísir hf 15,01%, Rammi hf 12,72% og Samherji 12,67%. ...Samanlagt 40,4%.
Samkvæmt 13. gr. laga um stjórn fiskveiða má einstakt fyrirtæki ekki eiga meira en 12% af heildarverðmæti (þorskígildi) aflahlutdeildar allra tegunda sem sæta ákvörðun um heildarafla. Í þorski er hámarkið 12%, ýsu, ufsa, grálúðu, síld, loðnu og úthafsrækju 20% og í karfa er hámarkið 35%.
4.5.2007 | 21:30
Skrítið þetta Hafró
Skyndilokanir vegna línuveiða á þorski í sögulegu hámarki eru það ekki gleðileg tíðindi fyrir Hafró?
Vart líður sá dagur að þeir sem eru á vettvangi fiskveiða allan ársins hring, tjá sig um ástandið á miðunum. Nánast án undantekninga er það á einn veg þvílíkt mok, þetta er ótrúlegt.
Svæðisfélög LS hafa hvert af öðru ályktað um stöðuna á miðunum og skorað á sjávarútvegsráðherra að bæta við heimildir þessa árs um 25 30 þúsund tonn. Enn sem komið er hefur hann ekki orðið við kalli þeirra.
Sú spurning gerist æ áleitnari hvort Hafrannsóknastofnun hafi vanmetið þorskstofninn. Á þetta ekki síst við um árganga frá 2001, sem stofnunin hefur mælt lélega. Auk upplifunar sjómanna sýnir samantekt á fjölda skyndilokana að þær hafa aldrei verið fleiri. Leikmenn draga þá ályktun að ástæða þess hljóti eingöngu að skýrast af miklu magni smáfisks.
Frá áramótum til 8. apríl voru skyndilokanir orðnar 27 talsins sem er 80% aukning miðað við sama tímabil 2006 (15). Munurinn var enn meiri 2005 (11 skyndilokanir) og 2004 (12).
Skýringar forstjóra Hafrannsóknastofnunar Jóhanns Sigurjónssonar og Björns Ævarrs Steinarssonar sviðsstjóra veiðarfæraráðgjafasviðs á upplifun sjómanna á gríðarlegum aflabrögðum hafa ekki verið sannfærandi.
Mikill fjöldi skyndilokana kemur verulega á óvart þegar tekið er mið af því sem Hafró hefur sett fram. Til dæmis lélegir árgangar frá 2001 og það sem fram kemur í síðustu skýrslu stofnunarinnar Nytjastofnar sjávar 2005/2006 aflahorfur 2006/2007. Þar segir: Árið 2006 verður hlutfall ungfisks nokkuð hátt en 2007 verður aflasamsetning hagstæðari.
Mikil aukning í fjölda skyndilokana hljóta að teljast gleðitíðindi fyrir Hafró og styður vissulega skoðanir sjómanna um gott ástand þorskstofnsins. Við þessi tíðindi aukast vísbendingar um að þorskstofninn sé stærri en útreikningar Hafró gefa til kynna.
2.5.2007 | 11:12
Svona skrifar fólk sem er á spenanum
Verðþróun aflamarks/krókaaflamarks í þorski |
Í frétt á vefnum í desember sl. var rakið hvernig verð aflamarks og krókaaaflamark helstu tegunda hefur þróast frá lokun Kvótaþings í lok maí 2001. Verð aflamarks í þorski hefur stigið nokkuð síðustu mánuði og einnig verð krókaaflamarks. Það er því ástæða til að setja aftur fram upplýsingar um verðþróun veiðiheimilda í þorski og sýna þróunina til dagsins í dag. Dagleg viðskipti með aflamark/krókaaflamark geta notendur Fiskistofuvefsins séð á vefnum . Þarna er mögulegt að fletta upp verðum í einstökum viðskiptum hvern dag síðustu 3 ár. Ekki er auðvelt skoða þróun verðs yfir lengri tíma með þessum hætti. Meðfylgjandi mynd sýnir verðþróun aflamarks og krókaaflamarks í þorski á tímabilinu 1. júní 2001 - 24. apríl 2007. Miðað er við hæstu verð hvern dag í viðskiptum með aflamark/krókaaflamark sem flutt er milli óskyldra aðila. Reynslan kennir að hæstu dagverðin lýsa verðþróuninni best. Í megindráttum sveiflaðist verð aflamarks á árunum 2001 - 2006 í takt við gengi krónunnar með nokkurri tímatöf. Á yfirstandandi ári hefur verð aflamarks hinsvegar haldið áfram að hækka þrátt fyrir styrkingu krónunnar frá áramótum. Ástæðan er líklega hækkandi fiskverð á heimsmarkaði. ...................................................................................... Verð krókaaflamarks í þorski hefur breyst með svipuðum hætti og verð þorskaflamarksins. Verð krókaaflamarks hefur þó verið nokkru lægra en verð aflamarks. |
![]() |
Þitt svar. Vinsamlega skrifið undir