Lundaárið 2010, makríll og Bakkafjöruhugmynd

Lundaballið er um næstu helgi og því tími til kominn að gera árið upp, en ég ætla að byrja þessa grein á því að setja inn greinina mína frá því í apríl. 

Gleðilegt sumar allir

Þar sem lundinn settist upp í gærkvöldi, þá er það eins og vanalega hjá mér merki um að sumarið sé komið. Í öll þessi ár sem ég hef fylgst með komu lundans til eyja, þá sýnist mér að þetta sé í aðeins annað skiptið, síðustu 20-30 árin sem lundinn kemur svona snemma, en t.d. í fyrra var hann viku seinna. Ástæðan er í mínum huga nokkuð augljós, ástandið í sjónum er þannig að ég hef ekki í sennilega jafn mörg ár og frá því að lundinn kom svona snemma síðast, séð jafn mikið líf í sjónum og virðist sjórinn hreinlega vera sneisafullur af öllum tegundum af fiski, bæði uppsjávar og botnfiski (eiginlega alveg ótrúlegt að lesa síðan allt bullið sem kemur frá Hafró).

Þessi góða byrjun er því miður hins vegar, engin ávísun á góða nýliðun síðla sumars, því margt á eftir að gerast áður en við förum að sjá bæjarpysjuna mæta í bæinn. Hins vegar er nokkuð ljóst, að þessi góða byrjun á lunda sumrinu 2010 muni að öllum líkindum gefa af sér ágætt varp, en þar sem að fjaran er ennþá opin fyrir snurvoð og engir af þessum svokölluðu lundarannsóknar aðilum virðast hafa nokkurn áhuga á að gera eitthvað raunverulegt til að bæta úr fæðuskorti pysjunnar síðla sumars, þá er því miður engin merki um það að stofninn fari upp á við í sumar, á það skal þó bent að lundastofninn á Íslandi skiptir mörgum tugum milljóna.

Varðandi hugsanlega lundaveiði í sumar, þá bind ég mestar vonir við það að þetta verði á svipuðum nótum og í fyrra, en frjálsar veiðar í einhverjar 4-6 vikur tel ég að sé alls ekki raunhæft, en ætla þó að enda þetta á sama hátt og svo oft áður og þegar ég fjalla um lundann: Ég hef tröllatrú á þeim svarthvíta og trúi því að löngu eftir minn dag, muni lundinn koma til Vestmannaeyja í milljóna tali eins og nú.

þannig leit þetta út eins og sést í apríl í vor og merkilegt nokkuð, þá gekk þessi spá mín nánast að öllu leiti eftir. Lundinn fór snemma, varpið fór vel af stað, svo kom makríllinn, fjaran er ennþá opin fyrir snurvoð og varpið hjá lundanum drapst nánast allt saman.

Að gefnu tilefni varðandi makrílinn, þá rak ég augu í furðulega niðurstöðu úr rannsóknum hjá Hafró þar sem makríllinn var skoðaður núna í ágúst og komust þeir í Hafró að þeirri niðurstöðu að makríllinn væri fyrst og fremst að éta krabbadýr og svif, en þennan sama dag og þessi niðurstaða var birt, þá hringdi ég í strákana á Magnhildi VE, þar sem þeir voru að draga netin inni í fjöru, í netunum var m.a. einn og einn makríll og opnuðu þeir nokkra fyrir mig og kom þá í ljós nokkrar tegundir af sílum og m.a. loðnu seiði, sem hljóta að vera slæmar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Einnig hef ég tekið eftir því, að eftir að makríllinn fór að ganga inn í höfnina hér í Eyjum, eins og í mörgum öðrum höfnum kringum landið, þá sjást nánast engin seiði í höfninni og þá getum við verið að tala um að makríllinn sé hugsanlega að éta þorsk og ufsa seiði, sem ég held að afar mikilvægt sé að verði skoðað. Þessu til viðbótar, þá var mér sagt frá því fyrir nokkru síðan, að fyrir um 30 árum síðan hafið verið töluvert af lunda í Noregi, en eftir að makríllinn fór að gera sig heimakæran þar, hafi lundinn horfið. Þetta tel ég einnig að þurfi að rannsaka betur.

Varðandi framhaldið í lundanum, þá er ég kominn á þá skoðun, að 5 dagar í veiði sé ekki það rétta, eins og ég hafði reyndar bent á í vor og legg því til að á næsta ári verði annaðhvort allar veiðar bannaðar, eða leyft að veiða í ca. viku fyrir Þjóðhátíð og viku eftir Þjóðhátíð og væri þá hægt að kalla þær veiðar rannsóknaveiðar, bæði til þess að fylgjast með þróun stofnsins t.d. í aldursgreiningu og fleira.

Varðandi Landeyjarhöfn, þá kom frændi minn og fleiri að máli við mig, og hafði hann nefnt þá hugmynd að settur yrði einhvers konar sjódælubúnaður inn í höfnina, sem væri þá í gangi allan sólarhringinn og dældi sjó út úr höfninni af töluverðum krafti (að sjálfsögðu ekki þegar skipið væri að koma eða fara, þá væri slökkt) og minnka þannig þann kostnað sem hlýst af því að þurfa stöðugt að vera að moka frá innsiglingunni og höfninni. Mér finnst þessi hugmynd alls ekki alslæm og set hana því hér fram og í raun og veru þyrfti það ekki að vera svo dýrt að setja nokkrar öflugar sjódælur á nokkrum stöðum innan hafnar og við innsiglinguna og auka þar með a.m.k. eitthvað möguleikann á því að höfnin haldist opin?

Meira seinna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Ekki veit ég hvort þú hefur kíkt til mín á <siggigretar.blog.is>líklega ekki, en þar hef ég sett fram hugmynd sem er svolítið skyld þeirri hugmynd sem þú lýsir; að dæla sjó út úr höfninni. Ég hef sýslað nokkuð með vatn á minni löngu ævi og gallinn við ykkar hugmynd er að það verður að renna jafnmikið inn í höfnina af sjó ein og dælt er út, mér sýnist að þarna sé líklegt að þó hægt sé að dæla út þá kemur jafnmikið inn, staðan óbreytt.

Ég tel að höfnin hefði átt að vera í árósum Markarfljóts, en þessu lýsi ég  nánar á mínu bloggi og þar hafa menn  lagt orð í belg, flestum finnst þetta spennandi hugmynd nema Sigurði Áss Grétarssyni hjá Siglingastofnun.

Velkominn í heimsókn.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 21.9.2010 kl. 13:06

2 identicon

Blessaður Georg!! 

                 Ég er með Sjómannadagsblað  Vestmannaeyja frá árinu 2002, ég bendi fólki á að lesa grein í því, eftir Helga Bernódusson, greinin heitir "  Við Vestmannaeyjahön"  Sðjallað við Sigga á Löndum og Guðbjörgu konu hans im lífið í Eyjum og störf Sigga við höfnina 1942-75.   Mjög athygli verð grein.  

                 Bestu kveðjur frá Norðurey. 

Björk Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæl verið þið og takk fyrir ykkar sjónarmið .

Sigurður , athyglisverð hugmynd og vel þess verð að skoða hana ,ég held þó að því miður muni siglingastofnun seint eða aldrei skoða hugmyndir nema þær komi frá "réttum" aðilum . kv .

Georg Eiður Arnarson, 21.9.2010 kl. 20:45

4 Smámynd: Georg Eiður Arnarson

Sæll aftur Sigurður.

Var að lesa betur aftur yfir þína athugasemd og smá leiðrétting.

Hugmyndin um dælingu snýst að mínu mati um það að dæla sjó út höfnina, en ekki sjónum sem er í höfninni, heldur yrði að leggja leiðslur að dælunum og væri þá yfirborð hafnarinnar alltaf hærra heldur en fyrir utan.

Kveðja

Georg Eiður Arnarson, 22.9.2010 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband