17.9.2007 | 19:18
Róður á Blíðu
Fór af stað kl 5 í morgunn, með 10 bjóð. Veðrið var ágætt, en veðurspáin ekki góð, þessvegna ákvað ég að fara stutt, ef hann skyldi bræla snemma (en í raun var þetta fallegasta veðrið, það sem af er þessum mánuði). Ég hafði lokið við að leggja bjóðin kl 7 og byrjaði að draga kl 8. Fiskiríið var svona þolanlegt, ca. 1200 kg á 10 bjóð, en það var töluvert um festur, enda hefur það lengi verið vandamál hér á heimamiðum, að á árum áður hentu allir togarar ónýtum vírum hér fyrir utan. Meðan ég var að landa, komu samtals 4 menn í spjall og spurði ég þá alla um afstöðu þeirra til Bakkafjöru. Enginn þeirra vildi Bakkafjöru, allir vildu frekar stærri og gangmeiri Herjólf. En það er nú svo, við eyjamenn höfum víst lítið um þetta að segja.
Meira seinna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nei bæjarstjórinn ykkar leikur bara "sóló" og honum finnst ekki ástæða til að tala við aðra enda er alltaf hætta á að einhverjir séu ekki á sömu skoðun og hann.
Jóhann Elíasson, 17.9.2007 kl. 20:31
sóló??? Á þá frekar að láta ykkur ráða? Það eru fleiri en bæjarstjórinn sem vilja höfn í bakkafjöru.
steini (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 12:55
Sammála Steini, en er ekki rétt að leifa eyjamönnum öllum að kjósa um þetta?
Georg Eiður Arnarson, 18.9.2007 kl. 14:29
Sæll Georg, gaman að fá fréttir af þessum róðri hjá þér, þetta er alveg rétt hjá þér það tíðkaðist hér áður fyr að henda vírum á sjávarbotnin, þetta var maður með í að gera og reyndar öllu drasli hent sem þurfti að losna við, það var bara sagt:" lengi tekur sjórinn við", sem betur fer er þetta ekki gert í dag.
Þú ert en skemmtilega neikvæður um Bakkafjöru, en menn meiga auðvitað hafa sínar skoðanir á þessu mannvirki, en í sumar fór ég með Herjólfi og átti þar gott samtal við skipstjórann, hann sagði mér að það væri ekki mikið vit í að vera með mikið stærra skip en Herjólfur er í dag, það mætti kannski vera skip sem væri 10 til 15 metrum lengra. Stærra skip en það væri ekki auðvelt að koma inn í Þorlákshöfn í slæmum veðrum.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 18.9.2007 kl. 21:43
Sæll Simmi, mér finnst ég ekki vera svo neikvæður, heldur finnst mér einfaldlega rökrétt að fara eftir þeirri reynslu sem ég og mér eldri menn hafa. Allt það sem ég hef skrifað er meira og minna haft eftir öðrum. Það sem mér þykir verst er að Gísla Viggóssini skildi takast að sannfæra mig um hversu mikil mistök þetta ævintýri getur hugsanlega orðið.
Það er hinsvegar enginn vafi í sambandi við Herjólf, við vitum hvað hann gefur okkur= eingin áhætta = ekkert klúður.
Ég endurtek : Eyjamenn ættu að fá að kjósa um þetta.
Georg Eiður Arnarson, 18.9.2007 kl. 22:55
Sæll Georg,
Samkvæmt upplýsingum þínum virðast 90% manna vera á móti Bakkafjöru, allavega virðist þú ekki hitta mann sem er hlynntur þessari framkvæmd.
Þess vegna ætla ég að hvetja þig til að búa til þína eigin skoðanakönnun á blogginu þínu.
Sú skoðanakönnun gæti gefið einhverja mynd af því hvað fólk vill.
Í framhaldi getur þú ásamt þínum bandamönnum sýnt Bæjarstjóranum hversu stór og öflugur hópur er á móti áætlunum um framkvæmdina á ferjulægi við Bakkafjöru.
Ég vona að þú takir þessu ekki illa, enda er ég bara að reyna að hvetja ykkur til að sýna okkur hinum þann mikla fjölda sem stendur á bak við ykkur í baráttunni.
Þó skal hafa í huga að þeir óánægðu öskra oftast hæst!.
Kveðja,
Grétar Ómarsson, 18.9.2007 kl. 23:45
Sæll Grétar, þarna er ég aðeins á undan þér, ég talaði við pabba þinn í gær og er að vona að þetta verði spurning vikunnar á netinu hjá þeim. kv.
Georg Eiður Arnarson, 19.9.2007 kl. 06:56
Þetta er góð hugmynd hjá ykkur strákar, að gera könnun á því hvað fólk vill. Áður þarf auðvitað að fara fram umræða um þetta ekki bara á blogginu heldur í fjölmiðlum.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 19.9.2007 kl. 11:16
Sæll Georg,
Ég styð lýðræðið, þó ég sé ekki sammála því að kosningin sem slík sé okkur Eyjamönnum til framdráttar, þá skil ég afstöðu ykkar í málinu.
Kveðja,
Grétar Ómarsson, 19.9.2007 kl. 11:27
Góðann daginn Georg aðeins eitt sem ég vill benda á og það er í sambandi við það sem þú segir um Herjólf þar segir þú engin áhætta ?
En ef að skipið á að vera stærra og hraðskreiðara eins og menn eru að tala um að sé sá kostur sem sé á móti Bakkafjöru en þorlákshöfn tekur nú bara ekki á móti mikið stærra skipi. Held að ég fari með rétt mál þegar ég segi að Þorlákshöfn geti tekið á móti 105 metra löngu skipi en þar er talað um að þá sé engin hreyfing s.s blíða herjólfur er um 70 metrar og ef þú bætir við kannski 15 metrum eða 20 þá ertu kominn í 85-90 metra og þá mundu nú mikið fleiri ferðir falla niður því við skulum alveg átta okkur á því að þær ferðir sem hafa verið að falla niður eru að langmestu leyti vegna þess að Herjólfur kemst ekki inn í höfnina en ekki vegna veðurs á sjó. Þannig að mitt mat er þannig að stærra skip í Þorlákshöfn finnst mér persónulega ekki góður kostur.
Ef að menn vilja ekki bakkafjöru þá væri nær að reyna að fá 2 skip í sama stærðarflokki og Herjólfur er í dag til þess að sigla hérna á milli s.s eitt í Þorlákshöfn og eitt í Eyjum það yrði mjög góð samgöngubót þó mér finnist ekki líklegt að það verði gert þar sem það er búið að taka ákvörðun um Bakkafjöru en endilega aflið ykkur upplýsinga hvernig væri að fara með stærra skip þarna inn t.d hjá skipstjórnarmönnum á Herjólfi því þeir segja að það yrði mjög erfitt að fara með stærra skip þarna inn.
Kveðja
Hjölli
Hjölli (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 09:51
Þetta er akkurrat það sem skipstjóri Herjólfs sagði við mig í sumar, nýtt skip mætti ekki vera stærra en 10 til 15 m. lengra en núverandi Herjólfur, ef það á að geta farið inn í þorlákshöfn í slæmum veðrum.
Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 21.9.2007 kl. 11:25
Sælir strákar, Herjólfur og HERJÓLFUR er ekki það sama, mín skoðun byggist á þeirri reynslu minni að hafa farið með Smyrli og sannfærst um að það væri það rétta fyrir okkur. Skip eins og Smyrill sem getur líka lagst að bryggju á hlið ( er með inn og útgang fyrir bíla á hliðinni ) og er þannig hannað að stöðuleiki þess er nánast með ólíkindum, hlýtur að vera betri kostur heldur en Bakkafjara með öll þau vafa atriði sem ég hef ítrekað talið upp á síðunnu minni.
Og aðeins í sambandi við Þorlákshöfn, væri ekki nær að setja miljarð í að breyta höfninni þar frekar en miljarða í Bakkafjöruhöfn sem samkvæmt skírslu Gísla Viggóssonar verður mun oftar ófær .
Og eitt en, er ekki verið að tala um að reisa álver við Þorlákshöfn, sem þíðir að stækkun á höfninni þar er í spilunum í dag.
Georg Eiður Arnarson, 21.9.2007 kl. 12:00
Já það er kannski rétt að það væri hægt að koma skipi eins og Smyril inní Þorlákshöfn með tilheyrandi breytingum en skulum átta okkur á því ef við förum að hvetja til þess að Þorlákshöfn stækki þá erum við að setja okkar höfn í stórhættu því ef það verður stórskipahöfn í Þorlákshöfn og ekki farið í bakkafjöru þá missir Vestmannaeyjahöfn hellinginn allan af tekjum tel ég. Og í sambandi við álver í Þorlákshöfn þa´er ekkert búið að ákveða það er það ? Og ef það er búið að ákveða það hvenar á það að vera ? Ekki ætlum við að bíða eftir því ?
Kveðja
Hjölli
Hjölli (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 12:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.