Róður, Bakkafjara og fl.

Fór róður í gær á Blíðunni suður fyrir eyjar með 8 bjóð, auk þess að vera með síld og smokkfisk sem beitu, hafði ég bætt við sára, og skilaði það sér vel. Afli var um 1600 kg af blönduðum fiski.

Á bryggjunni komu nokkrir í spjall, eins og vanalega. Það sem vakti mesta furðu mína er maður sem segist oft lesa bloggið hjá mér. Spurði hann mig um þessa skoðanakönnun, sem ég er með á mínu bloggi (ætla að hafa þessa skoðanakönnun út mánuðinn, neðst vinstra megin á síðunni). Vildi hann vita, hvaða aðra valkosti en Bakkafjöru, ég væri að tala um. Ég benti honum á, að ég hef margsinnis fjallað um það sem ég tel vera betri kost enn Bakkafjöru, þ.e.a.s. stærri og gangmeiri Herjólf, strax.

Helstu ástæður fyrir því, að ég segi nei við Bakkafjöru eru t.d. þær staðreyndir, samkvæmt skýrslunni um Bakkafjöru, sem Gísli Viggósson skrifaði, verður oftar ófært í Bakkafjöru, heldur en í Þorlákshöfn, þar að auki tel ég siglingaleiðina mun betri kost, heldur en að þurfa að aka í gegnum Selfoss og nágrenni, eins og slysin undanfarin ár hafa sýnt. Þar að auki er það staðreynd að vegalengdin á höfuðborgarsvæðið er mun lengri með því að fara í gegnum Bakkafjöru og hlýtur því að vera dýrari (þó aðrir séu mér ekki sammála um það), svo endilega takið þátt í þessari skoðanakönnun, ef þið hafið einhverja skoðun.

ÍBV vann í dag enn einn leikinn og á, þegar aðeins ein umferð er eftir, veikan möguleika á að komast upp í efstu deild. Til þess þarf ÍBV að vinna Fjölnir, og á sama tíma verður neðsta liðið, Reynir Sandgerði, að vinna Þrótt. Möguleikarnir eru kannski ekki miklir, en ég ætla að mæta á völlinn. ÁFRAM ÍBV.

Á textavarpinu í morgun vakti athygli mína frétt um fiskifræðing (man ekki nafnið) sem hafði stundað rannsóknir á þorskinum og fundið það út að hér við land væru þrír þorskstofnar. Mjög merkilegt, því mér skilst að Hafró hafi aldrei fundið nema einn skrítið. Meira seinna. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitskvitt á þig Strúturinn minn! eða var það Lundi?

Heiða Þórðar, 24.9.2007 kl. 11:13

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Alltaf gaman að droppa hér við Georg.

Búinn að svara skoðunarkönnunni, 200 kg. á bala hefur nú alltaf verið tainn góður afli, svo vonandi er þetta eitthvað sem verður áfram.

Ég væri ekkert hissa þótt einhverjir findu út að hitt og þetta væri til í hafinu þótt Hafró hafi ekki fundið slíkt,,,,, aldrei hef ég haft það mikla trú á þeim bæ, svo mig mundi ekkert undra þótt aðrir findu út eitthvað allt annað en þeir finna út, vona að ég særi eingann, sér í lagi ekki vini mína.

Sigfús Sigurþórsson., 24.9.2007 kl. 18:10

3 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Fínn afli hjá þér Georg !

Níels A. Ársælsson., 25.9.2007 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband