Skoðanakönnun

á síðunni hjá mér, spurt er : er Bakkafjara framtíðar samgöngubót fyrir eyjar. Svarmöguleikar, já eða nei.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kvitta fyrir mig

Ólafur Ragnarsson, 20.9.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Góðan daginn Georg, ég er kominn í land, ég kaus þú getur rétt ímyndað þér hvað ég kaus, kær kveðja.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.9.2007 kl. 16:47

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Búinn!!!!!!!!!

Grétar Ómarsson, 21.9.2007 kl. 21:33

4 identicon

Auðvitað segi eg nei í þessari skoðanakönnun. Bakkafjöruhöfn verður seint samgöngubót fyrir Vestmannaeyjar og alls ekki eins og Siglingastofnun leffur til með litla höfn inni í brimgarðinum. Garðarnir verða að vera 1500 metra langi og ná út á minnst 14 metra dýpi. Þá væri möguleiki á að frátafir yrðu ekki mikið meiri heldur en á siglingu Herjólfs til Þorlákshafnar í dag.

Gisli Halldor Jonasson (IP-tala skráð) 22.9.2007 kl. 20:28

5 Smámynd: Jens Guð

  Ég kvitta fyrir að vera búinn að kjósa í skoðanakönnuninni. 

Jens Guð, 22.9.2007 kl. 23:55

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Mér finnst alveg ótrúlegt að menn virðist ekki hafa athugasemdir við þessa framkvæmd, því það er alveg deginum ljósara að ef (og þegar) sjóvarnargarðarnir hverfa í hafið, höfnin fyllist af sandi og önnur mannvirki verða í framhaldinu ónothæf, á ég ekki von á því að stjórnvöld verði óð og uppvæg í að setja mikla fjármuni til viðbótar í samgöngur milli Lands og Eyja.  Ég er búinn að kjósa og þarf engum að koma á óvart að ég er á móti framkvæmdinni.

Jóhann Elíasson, 23.9.2007 kl. 23:03

7 Smámynd: Grétar Ómarsson

Jóhann, enn og aftur. Allflestir hafa athugasemdir við framkvæmdina á Bakkafjöru og taka mark á mörgu sem þið talið um, þó er það nú bara þannig að þín skoðun þarf ekki að vera rétt.

Ég persónulega ætla ekki að taka mark á þér frekar en öðrum öfgasinnuðum Bakkafjörumótmælendum. Ég tek frekar mark á og treysti mönnum sem starfa við rannsóknir á verkefninu. 

Ég er hræddur um að þú yrðir ekki ánægður ef þú sem Iðnrekstrarfræðingur, rekstrarfræðingur eða stýrimaður fengir endalaust á baukinn með yfirlýsingum frá öðrum mönnum vegna verkefna sem þú starfar við og treystir á. 

Segjum að ef þessir umtöluðu andstæðingar verkefnis sem þú vinnur að,  hafa ekki komið að þeim rannsóknum og útreikningum sem tengist starfi þínu á einn eða annan hátt, er ég hræddur um að þú tækir því sem vinnuófriði, hvað yrðu þessir mótmælendur kallaðir í þínum huga?.

Fullyrðingar þínar og spár eru svo öfgasinnaðar að það hálfa væri nóg, að fullyrða hluti eins og að sjóvarnargarðarnir muni hverfa í hafið, höfnin muni  fyllast af sandi og önnur mannvirki verða í framhaldinu ónothæf, er ekki svaravert. 

Takk fyrir að benda okkur á að þú sért á móti framkvæmdinni. það var nefnilega svo óljóst fyrir þennan síðasta póst þinn.

Grétar Ómarsson, 25.9.2007 kl. 23:25

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Grétar, það er eins gott að þú vitir það að ég er ekki einn um þessa skoðun og það vill svo til að mér er ekki kunnugt um það að manninum hafi tekist að beisla náttúruöflin.  Ég hef verið á mjög öflugu skipi undan suðurströndinni og máttum við hafa okkur alla við til að halda stjórn á skipinu vegna veðurs og strauma og þá bíð ég ekki í  það þegar menn eru komnir alveg upp í land og þurfa að fást við grunnbrotin.  Fullyrðingar mínar og spár eru alls ekki öfgakenndar og hingað til hef ég ekki verið talinn öfgasinnaður, ef þú þekkir mörg verk Siglingastofnunar og leggðir þig eitthvað við að þekkja sjólagið og straumana við suðurströnd landsins.  Heldur þú að ef það hefði verið hægt, hefði verið búið að gera örugga höfn í Bakkafjöru?  Auðvitað hef ég oft orðið fyrir gagnrýni á störf mín, stundum hefur sú gagnrýni átt rétt á sér og stundum ekki en sem betur fer hef ég verið maður til að taka gagnrýni og ég ætlast til að aðrir séu það líka.  Ég vona, ef verður farið út í þessa framkvæmd, að þetta rætist ekki, því ef svo verður er illa komið fyrir samgöngum til Eyja.

Jóhann Elíasson, 26.9.2007 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband