16.4.2019 | 21:34
Gleðilegt sumar
Lundinn settist upp 14. apríl í ár og þar með komið sumar hjá mér þó að veðrið sé nú ekki beint sumarlegt. Þetta er reyndar í fyrra lagi miðað við síðustu ár, en ég hef amk. einu sinni séð hann setjast upp þann 13. en vonandi er þetta ávísun á gott sumar og eins og við heyrðum nýlega norður úr Grímsey, þá er lundinn líka farinn að koma fyrr þar ásamt því að þar er stöðug fjölgun á undanförnum árum og ef mið er tekið af pysjufjöldanum síðustu 4 árin, þá er stofninn greinilega á uppleið hérna líka.
Líka ákveðin tímamót hjá mér, en í ár telst mér að það séu amk. 10 ár síðan ég veiddi síðast lunda í Vestmannaeyjum en hef nú verið svo heppinn að fá að veiða í soðið norður í landi þessi síðustu ár, en allt er þetta svo sem bara jákvætt og gott en það eru líka til neikvæðar hliðar sem mig langar aðeins að koma inn á, en í byrjun nóvember sl. kom ungur náttúrufræðingur í viðtal á RÚV þar sem rætt var um annars vegar slæma stöðu landselsins og svo hins vegar lundans. Í sjálfu sér er ekkert nýtt að náttúrufræðingar sem eru að reyna að skapa sér atvinnutekjur við að rannsaka máli útlitið svolítið dökkum litum, en ég var svolítið sleginn þegar þessi manneskja fullyrti það að lundastofninn á Íslandi væri kominn niður í 2 milljónir para. Nú hef ég heimsótt margar eyjar í kring um landið ásamt því að fylgjast með lundanum hér í Eyjum frá því að ég man eftir mér. Mitt mat er að lundastofninn á Íslandi sé einhverstaðar á milli 20-30 milljónir og það sennilega frekar nær hærri tölunni. Í sjálfu sér skipti fréttin ekki miklu máli, nema ef vera skyldi sú staðreynd að í framhaldinu tók fréttamaðurinn viðtal við núverandi umhverfisráðherra, sem strax var á því að þarna þyrfti nú að grípa inn í en þetta er sami ráðherrann og gaf það út síðla síðasta sumars að hvalveiðar á Íslandi væru ekki sjálfbærar, sem aftur varð til þess að Hafró varð að senda frá sér fréttatilkynningu og leiðrétta ráðherrann.
Það er alltaf vont þegar öfgasinnar ráða málum.
Sú breyting varð á Náttúrufræðistofu Suðurlands í vetur að Erpur er þar tekinn við og að sjálfsögðu óska ég honum til hamingju með það, en ég lagði einmitt áherslu á það þegar fyrri stjórn Náttúrufræðistofu Suðurlands var lögð niður, sem ég starfaði í á síðasta kjörtímabili, að allt yrði gert til þess að reyna að tryggja þessi prófessors stöðugildi hér í Eyjum, en ég sé svolítið eftir Ingvari Atla Sigurðssyni sem starfaði þarna.
Það vakti athygli í byrjun desember þegar Pétur Steingrímsson, lögreglumaður og fjallageit með meiru, setti fyrirspurn á fésbókina hjá sér og beindi fyrirspurninni beint til Erps, en fyrirspurnin var þannig nokkurn veginn:
Hvernig er þetta með fýlinn. Fer hann á veturna eða hvað?
Erpur svaraði nú strax að það væri rétt, fýllinn færi yfir hörðustu vetrarmánuðina, en þetta er að sjálfsögðu rangt hjá Erpi. Eins og allir vita sem fylgjast með fýlnum, þá hverfur hann frá þegar frystir en kemur aftur um leið og það hlýnar og einmitt daginn eftir að Erpur svaraði þessu, þá fylltust öll fjöllin af fýl. Gaman væri nú að heyra frá Erpi um þetta, ég ætla því að beins þessari spurning til hans, honum er velkomið að svara því en hann má líka sleppa því ef hann vill.
Hvernig er þetta með fýlinn Erpur, fer hann yfir vetrarmánuðina eða hvað?
Gleðilegt lunda sumar allir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.12.2018 | 21:13
Áramót 18/19
Mikið átakaár að baki og líka mjög skrýtið ár og að vissu leyti má segja sem svo, að endirinn á árinu sé eitthvað sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér, en kem betur að því í lok greinarinnar.
Ég hef fjallað um ýmis mál á árinu, en erfiðast var að fara í gegnum uppgjörið, en að gefnu tilefni langar mig að þakka öllum þeim, sem komið hafa til mín eða haft samband og vilja þakka mér fyrir að segja sannleikann um það, hvernig pólitíkin er stundum og að vissu leyti skil ég það vel, sjálfsagt hefði ég aldrei látið neitt fara frá mér ef ég hefði verið flokksbundinn einhver staðar.
Eitt af þeim málum sem ég hef mest fjallað um sl. áratug, en ekkert á þessu ári, er mér svolítið ofarlega í huga núna, en samgöngumálin eru og verða heitasta málið hér í Vestmannaeyjum, en nú liggur fyrir að búið er að kynna siglingaáætlunina fyrir næstu 2 árin, 7 ferðir á dag alla daga ef gefur í Landeyjahöfn. Fyrir okkur hafnarverðina, mætti þess vegna sigla allan sólarhringinn ef þörf væri á því, en ég veit ekki hvort að þörf sé á 7 ferðum yfir vetrar mánuðina og hefði haldið að með því að Vestmannaeyjabær taki yfir reksturinn, þá yrði siglingaáætlunin betri og sveigjanlegri eftir þörfum á hverjum tíma, en þetta mun allt skýrast þegar á reynir. Vonandi verður þessi siglingaráætlun ekki á kostnað þess möguleika á að lækka fargjöldin. Einnig er svolítið skrýtið að heyra fréttir af því, að búið sé að opna fyrir pantanir með skipinu næsta sumar, en maður hefði einmitt haldið að með fjölgun ferða væri hægt að sleppa þessu pantanaveseni og útfæra þetta á annan hátt og þannig koma í veg fyrir að allur sá fjöldi ferðamanna hætti við að koma hingað vegna biðlistana, sérstaklega þegar haft er í huga, eins og við Eyjamenn þekkjum svo vel, að vera á biðlista og svo siglir kannski aðeins hálffullt skip yfir.
Ný ferja mun koma á næstu mánuðum, vonandi verður hún framfararspor, ég er hins vegar ósáttur við það að ekkert eigi að gera til þess að laga aðkomuna að Landeyjahöfn, sem er stóra vandamálið. Allt annað sem á að gera í Landeyjahöfn, eins og t.d. að setja dælubúnað á garðana er fyrst og fremst tilrauna starfsemi, sem enginn veit hvort að skili einhverju raunverulegu. Ég hef þrátt fyrir þetta ákveðinn skilning á því að vegagerðin vilji ekki leggja til lengingu á austurgarði til þess að verja aðkomuna að höfninni, enda ljóst að kostnaðurinn við slíkt yrði sennilega mun hærri heldur en að gera sjálfa höfnina, mín afstaða er því óbreytt, á meðan ekkert er gert til þess að verja aðkomuna að höfninni, þá verður Landeyjahöfn aldrei heilsárshöfn.
Stærstu tíðindin á árinu hjá mér voru klárlega þau, að ég náði að selja útgerðina eins og hún lagði sig. Við þetta var ég bara mjög sáttur, kominn í fasta vinnu sem hafnarvörður og ágæt laun með því að taka alla þá yfirvinnu sem í boði er, en þarna einmitt koma um leið stærstu tíðindin á árinu hjá mér, en viku fyrir jól vorum við hafnarverðir í Vestmannaeyjum boðaðir á fund, þar sem kynnt var fyrir okkur breytt vaktarfyrirkomulag sem taka á gildi frá og með 1. apríl n.k. en þar kemur fram ma. að hafnarvörðum verður fjölgað úr 3 í 5, settar á 5 vikna vaktir þar sem hver hafnarvörður fær amk. 11 frídaga og öll yfirvinna skorin niður. Okkur hafnarvörðum reiknast til að þetta muni þýða allt að 40% launalækkun, að sjálfsögðu misjafnt milli mánaða, við erum að sjálfsögðu ennþá að melta þetta og það í samráði við formann Stavey. Hvernig þetta endar er ómögulegt að segja, en fyrir mig þýðir þetta það að með sumarfríi þá mun ég hugsanlega eiga allt að 5 mánuði í fríi á ári, sem er eitthvað sem mér hugnast klárlega ekki.
Ég hafði fyrir nokkru síðan auglýst tuðruna mína til sölu og hún er enn til sölu. Hugmyndin var að finna sér lítinn bát til að leika sér á í fríum, en þar sem fríin stefna í að verða þetta mikil þá gerði ég rétt fyrir jól tilboð í tæplega 9 metra bát og fékk já. Að sjálfsögðu á ég eftir að skoða gripinn, enda er hann fyrir norðan land, svo það furðulega við þetta ár í mínu lífi er árið sem ég seldi útgerðina ákveðinn í að hætta alveg í útgerð, endaði ég hugsanlega með því að kaupa mér nýjan bát.
Ég er bæði pínu spenntur fyrir þessu og svo alls ekki, enda veit ég ekkert hvernig líkaminn bregst við að fara að róa aftur en að sjálfsögðu fer þetta allt saman eftir því, hvernig þessir samningar enda en mér fannst ágæt lýsing á þessu koma frá félaga mínum við höfnina: Þetta var nú ekki jólagjöfin sem við höfðum óskað okkur.
Það mun klárlega mikið ganga á á nýja árinu og vonandi fá allir óskir sínar uppfylltar.
Óska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir það gamla.
25.12.2018 | 14:53
Jól 2018
Það eru margar hefðir í kring um jólin, skatan á Þorláks og síðan margs konar kjötmeti, en eitt af því sem mér þykir hvað mikilvægast er ferðin upp í kirkjugarð á aðfangadag og gaman að sjá, hversu margir mæta á hverju ári.
Í aðdraganda að jólum kemur út jólablað Fylkis með myndum af öllum þeim Eyjamönnum sem látist hafa á árinu og maður uppgötvar það, að eftir því sem maður verður eldri þá þekkir maður orðið í amk. sjón svo til alla sem eru þarna á myndunum. Kannski eðlilega, maður er nú kominn á seinni hlutann.
Í ár voru ótrúlega margir sem maður tengist sterkum vináttuböndum, fólk sem maður hafði náð að kynnast á ævinni og á einhvern hátt snert mann, sumir að sjálfsögðu meira en aðrir.
Einn af þeim sem kvaddi óvænt snemma hausts var vinur minn Bergvin Oddsson. Við Beddi vorum við sömu flotbryggju og hittumst stundum daglega og ræddum þá oft bæði sjávarútvegsmál og pólitík. Það var gott að tala við Bedda, enda var hann ekkert að skafa utan af hlutunum.
Á meðan ég starfaði í stjórn Sjóve þá þurfti ég oft að leita til Bedda varðandi bæði lán á bátnum og honum sjálfum og aldrei kom ég að tómum kofanum og stuðningur hans við Sjóve algjörlega ómetanlegur. Maður upplifði því að hluta til ákveðinn spenning á árinu yfir því að Beddi var að koma með glænýjan bát. Töluverðar tafir urðu á því, en svo loksins kom báturinn, en svo skyndilega veikindi og síðan var Beddi skyndilega farinn. Maður varð eiginlega orðlaus yfir þessu en svona er víst gangur lífsins.
Ef það er eitthvað sem ég hefði viljað segja við Bedda að lokum, þá væri það bara: Takk fyrir að vera vinur minn.
Að sjálfsögðu votta ég aðstandendum Bergvins sem og öllum þeim sem misst hafa ástvini innilegar samúðarkveðjur.
Aðfangadagur og jólapakkarnir hafa aðeins breyst á síðustu árum, en ég minnist þess að á meðan systir mín Inga Rósa lifði, en hún lést í lok janúar 2015, þá voru pakkarnir frá henni til barnanna okkar alltaf svolítið sérstakir og í raun og veru voru pakkarnir sem slíkir alveg sérstök jólagjöf, enda gerði Inga Rósa alveg sérstaklega mikið af því að festa utan á pakkana allskonar skraut og fígúrur og stundum sælgæti líka og við söknum þess í dag, en við vorum reyndar svo heppin að þegar ég og konan giftum okkur fyrir 10 árum síðan, þá sendi Inga Rósa okkur í brúðkaupsgjöf skrapalbúm með myndum af öllum fjölskyldumeðlimum og m.a. myndir sem ég hafði aldrei séð áður, en albúmið er alveg rosalega vel skreytt og m.a. með tengingum við reglur um siglingar á sjó og að sjálfsögðu með myndir af öllum bátum sem ég hef átt fram að þeim tíma, en albúmið er sérstakur dýrgripur á heimilinu.
En jólin eru ekki bara sorgarjól, þau eru að sjálfsögðu gleðijól og á mínu heimili svolítið sérstök í ár, en í ár fengum við að hafa hjá okkur 2 af barnabörnum okkar, Írena Von 19 mánaða og Anna Jórunn rúmlega 3 ára, og það var svolítið sérstakt að vera aftur farinn að upplifa það að sjá pínulitla skó úti í glugga, að maður tali nú ekki um pakkaslaginn í gær sem var ansi fjörugur og manni var eiginlega létt þegar yfir lauk.
Fyrir mína hönd og mína fjölskyldi vil ég óska öllum gleðilegra jóla.
9.12.2018 | 15:58
Uppgjörið 3 og vonandi síðasti hluti
Ætla að reyna að klára þetta hér og nú.
Eitt af þeim málum sem hvað mesta athygli vakti var bókun mín um að sett yrði saman nefnd til undirbúning fyrir það að einstaklingar eða fyrirtæki vildu fara í vistvæna orkuframleiðslu, hugmyndin er mjög víðtæk og til dæmis gæti ágæt hugmynd Davíðs í Tölvun um rafvæðingu ökutækja bæjarins rúmast þar, en þetta var snarlega fellt af meirihlutanum.
Ýmsar hugmyndir um breytingar á smábáta bryggjustæðum, bæði lagði ég fram og ræddi, en lítið er að frétta af framkvæmdum.
Það eina sem ég lagði fram á þessu tímabili og séð fyrirspurn um frá fyrrum leiðtoga Eyjalistans er varðandi Blátind, en það er ánægjulegt að hann sé loksins kominn á sinn stað og vonandi sér núverandi meirihluti sóma sinn í að fara í nauðsýnlegar lagfæringar á honum.
Það gekk mikið á um áramótin 2015-2016 og greinin sem ég skrifaði þá vakti mikla athygli, en hugmyndin á bak við greinina sem ég skrifaði á þeim tíma var einfaldlega sú, að kanna hvort möguleiki væri á því að fara einhverja aðra leið við að ná frístundakortinu í gegnum meirihlutann, en á þeim tíma lá fyrir að meirihlutinn hafði í annað skiptið á tveimur árum, fellt hugmyndina um frístundakort. Tveimur mánuðum eftir að ég skrifaði umrædda grein lagði meirihlutinn til á bæjarstjórnarfundi í lok febrúar 2016, að tekin yrðu upp frístundakort að ósk Eyjalistans frá og með áramótunum 2016-17. Ég mætti á þennan bæjarstjórnarfund og tilfinningin hjá mér fyrir þessu var svona sennilega ekki ósvipuð og hjá aðalleikaranum í Shawshank Redemption, hann fór í gegn um skít og óþverraskap og kom út svolítið rifinn og tættur, en að öðru leiti alveg tandur hreinn. Margt í kring um þetta mál olli mér miklum vonbrigðum og ekki hvað síst viðbrögð bæjarfulltrúa minnihlutans og fyrir þá sem þekkja málavexti, þá hef ég enn ekki fengið neina afsökunarbeiðni frá meirihlutanum í ráðinu en ég fékk samt stuðning og langar að þakka 3 aðilum fyrir greinarskrif sín á þessum tíma. Fyrst Guðmundur Þ.B., Þórarinn Sigurðsson og nokkru seinna Ragnar Óskarsson, kærar þakkir fyrir stuðninginn strákar.
Síðasta bókun mín í þessu ráði var varðandi ósk um viðbótar fjármagn í utanhússframkvæmdir á Fiskiðjunni, en þar bókaði ég að ég harmaði það, að framkvæmd upp á 158 milljónir stefndi í að fara í allt að 300 milljónir, en mig minnir að í sumar hafi verið birtar tölur um að heildar utanhússframkvæmdir á Fiskiðjunni væru komnar yfir 260 milljónir.
Í ágúst 2016 hætti ég í Framkvæmda- og hafnarráði í samræmi við sveitarstjórnarlög frá 2007, þar sem kemur fram að í mínu tilviki ég, sem hafnarvörður gæti ekki setið í stjórn hafnarinnar og mig minnir að það hafi verið leiðtogi Eyjalistans sem lagði það til að við skiptumst á ráðum og ég færi þá yfir í Umhverfis-og skipulagsráð og samþykkti ég það, en ég veit ekki í dag, hvor okkar sér meir eftir því að hafa samþykkt þetta, en sennilega hefði ég hafnað þessu ef ég hefði vitað hvernig framhaldið yrði.
Starfið í Skipulagsráði gekk bara nokkuð vel framan af og það var ekki fyrr en komið var fram á vor 2017 sem ég fór að gera mér grein fyrir því að þetta væri ekki allt svona slétt og fellt eins og meirihlutinn vildi meina.
Ég fjallaði um afgreiðslu ráðsins á Vestmannabraut 61a og 63b í jóla- og áramóta blaði Eyjalistans. Ég fjallaði einnig í fyrsta hlutanum um afgreiðslur byggingafulltrúa. Það mál hefði aldrei orðið jafn stórt og erfitt ef meirihlutinn hefði bara komið hreint fram, en annars ætla ég ekki að fjalla meira um það.
Ég óskaði eftir umræðum um framtíðar skipulag og lagfæringar á veginum við haugasvæðið, mál sem ég var beðinn um að taka upp. Ég bókaði um slysahættu varðandi staðsetningu Léttis á Vigtartorgi, sem mér skilst að bæjarfulltrúi meirihlutans hafi gert lítið úr, en þetta hafði áhrif, í dag er engin slysahætta af Létti og vonandi fæst fjármagn í að lagfæra þetta skip, enda mikil saga á bak við það.
Ég bókaði um lagfæringar við Gaujulund. Viðbrögð meirihlutans í þessu máli ollu mér vonbrigðum, sem og viðbrögð núverandi formanns ráðsins og Njáls, en ég hef rætt þetta mál við þau bæði, en Jónas, sem séð hefur um Gaujulund árum saman, er eftir því sem ég veit best búinn að taka ákvörðun um að hætta að hugsa um þetta vegna brotinna loforða um vatn og rafmagn inn á svæðið.
Síðasta bókun mín í ráðinu var á síðasta fundinum mínum, en þar var tekin fyrir ósk frá 2Þ ehf, um viðbótar steypusíló (ekki viss um að nafnið sé rétt)við vinnusvæði sitt á Flötunum, en íbúar á svæðinu hafa ítrekað mótmælt þessu. Málið er hins vegar flóki vegna þess, að þetta svæði er skilgreint sem iðnaðar svæði. Í umsókninni kom fram, að óskað væri eftir þessu vegna óvissu um siglingar í Landeyjahöfn og í bókun meirihlutans var gefið tímabundið leyfi, eða frá mars fram í október, en bókun mín var þannig, að að gefnu tilefni vildi ég benda umsækjanda á að samgöngurnar væru ekkert að fara að lagast næsta haust.
Þegar ég lít til baka á sumt af því sem gekk á, þá fer maður að efast um að leiðtogi Eyjalistans hafi í raun og veru verið sá sem réð ferðinni hjá Eyjalistanum og sem dæmi um það, þá var tekin umræða snemma á kjörtímabilinu um það hvort við með þessa félagshyggju tengingu, sem sumir vilja meina, ættum ekki að leggja fram tillögur um það að Vestmannaeyjabær tæki að sér 1-2 flóttamanna fjölskyldur. Þetta sló leiðtoginn strax af borðinu og sagðist hafa samið við bæjarstjórann þáverandi, um að Eyjalistinn myndi ekki leggja fram neinar slíkar hugmyndir á kjörtímabilinu. Mér þótti skrítið að enginn mótmælti þessu, svo ég spurði leiðtogann á þennan hátt: "Ok, gott og vel, en hvað fáum við í staðinn?" og svarið: "Ekkert."
Á síðasta ári ræddi ég m.a. hugmyndir um að komið yrði upp sjóbaðsaðstöðu og ylströnd í Vestmannaeyjum, sem ég sá að Sjálfstæðisflokkurinn setti á stefnuskrá sína í vor. Einnig ræddi ég í báðum ráðum um hugmyndir um stórskipahöfn fyrir Eiðinu, en þessi mál og fleiri lagði ég aldrei fram formlega vegna þess að leiðtoginn var á móti þeim.
Að lokum þetta. Tíma okkar Sonju hjá Eyjalistanum er þar með endanlega lokið og ég ætla að leyfa mér að segja það, að ég tel að svo sé fyrir fullt og allt, en þessi tenging Eyjalistans við Framsóknarflokkinn, þar sem t.d. núna 2 af 3 efstu eru gall harðir Framsóknarmenn, líkar mér alls ekki og meira að segja hugsa ég að ef valkostirnir væru aðeins Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokkur, þá myndi ég sennilega kjósa Sjálfstæðisflokkinn, án þess að fara nánar út í það.
Mig langar að þakka Sonju Andrésdóttur fyrir samstarfið. Við stóðum okkur vel og erum stolt af þeim málum sem við náðum í gegn. Mig langar líka að senda sérstakar þakkir til Hönnu Birnu Jóhannsdóttir í Suðurgarði, en á árum áður störfuðum við saman í pólitík. Hanna sagði alltaf við mig, að það sem væri mikilvægast fyrir fólk sem væri að skipta sér af, væri að koma sér upp pólitísku nefi og já Hanna, þetta virkar, en kosningarnar fyrir 4 árum sem og kosningarnar í vor, sem og vinnubrögð uppstillingarnefndar Eyjalistans við að koma okkur Sonju út eða neðar á lista, sem og vinnubrögð meirihlutans í nefndum og ráðum, allt náði ég á einn eða annan hátt að lesa fyrir fram.
Takk allir fyrir stuðninginn. Ég mun að sjálfsögðu halda áfram að skrifa þegar ég nenni.
2.12.2018 | 20:32
Uppgjörið annar hluti
Og já flestir sem rætt hafa við mig um fyrsta hlutann eru sammála mér um það, að hann hafi verið allt of langur. Eina ráðið við því er að breyta því og verður þetta því sennilega í 4 hlutum.
Annað sem mig langar að taka fram á þessu stigi og svara þá um leið nokkrum sem rætt hafa þetta við mig, þetta uppgjör er ekki sett fram í þeim tilgangi að hefna sín á einhverjum eða ná sér niðri á einhverjum, þó svo að ég geri mér alveg grein fyrir því, að margir á Eyjalistanum verði ósáttir. Ég heyrði líka í Sjálfstæðismanni í vikunni sem vildi endilega að ég nafngreindi fólk, það verður ekki gert, enda er þetta fyrst og fremst ég að standa við loforð mitt um að segja sannleikann um það sem gekk á á síðasta kjörtímabili.
Það var svolítið merkilega að fylgjast með umræðunni í sumar um frístundakortið, sem að sjálfsögðu allir flokkar vilja eigna sér í dag, og mjög sérstakt að sjá Sjálfstæðismenn gera það, eftir að hafa fellt þetta í tvígang í bæjarstjórn á síðasta kjörtímabili.
Sannleikurinn er hins vegar sá, að þetta mál rataði inn á stefnuskrá Eyjalistans eftir vinnu í vinnuhóp sem Sonja Andrésdóttir sat í og ég man ekki betur en að málið hafi komið frá henni, þó svo að við á Eyjalistanum höfum öll á sinn hátt tekið þátt í því að berjast fyrir þessu máli, þá langar mig nú samt að benda fólki á það, sem langar að þakka sérstaklega einhverjum fyrir að hafa komið þessu máli af stað, að þakka þá Sonju fyrir, eða það er amk mín skoðun. Þetta mál mun hins vegar koma fram aftur í síðasta hluta uppgjörsins.
Sonja starfaði í fræðsluráði, þar sem hún lagði ma. fram tillögu um að afnema vísitölutryggingu leikskólagjalda, en það var ekki samþykkt. Hún lagði einnig fram tillögu um að það yrði sumar frístund til að hjálpa foreldrum sem væru í vandræðum með börnin sín eftir skólann á vorin, það var samþykkt. Einnig tillögu um að allir bekkir grunnskólans fengu ókeypis ritföng, það var ekki samþykkt í fyrstu, en síðan myndaðist ákveðin umræða um þetta í samfélaginu og klárlega stuðningur við þetta hjá bæjarbúum. Lagði hún þá fram tillöguna aftur og þá var hún samþykkt.
Að sjálfsögðu tók hún síðan þátt í öllu því sem meirihlutinn lagði fram, en með þessum bókunum bókaði hún oftar og meira heldur en báðir bæjarfulltrúarnir til samans í sínum nefndum.
Fyrsti fundur minn í nefnd var strax í nóvember 2014, en ég hafði verið beðinn um að taka sæti Eyjalistans í stjórn Náttúrustofu suðurlands. Það var svolítill aðdragandi að þessum fundi, en fyrr þennan sama dag og fundurinn var, þá hitti ég þáverandi fulltrúa Eyjalistans í Umhverfis- og skipulagsráði, sem sagði mér frá því að seint kvöldið áður var haldinn auka fundur í skipulagsráði með mjög stuttum fyrirvara, þar sem tekið var fyrir aðeins eitt mál, þ.e.a.s. tillaga bæjarstjórans um að þessa svokölluðu verndaráætlun um verndun fuglastofnana okkar og um fjöllin okkar.
Ég kveikti nú strax á því hvað þarna væri í gangi, þarna ætlaði sem sé meirihlutinn að afhenda ríkinu yfirráð yfir fjöllunum okkar í Vestmannaeyjum. Viðbrögðin hjá mér voru mjög sterk og ég hringdi út um allt í aðila sem ég vissi að gætu náð eyrum bæjarstjórans. Á fundinum mótmælti ég þessu máli síðan, því miður gleymdist að bóka mótmælin, en að hluta til dugði þetta því þegar málið var síðan tekið fyrir í bæjarstjórn þá greiddi bæjarstjórinn sjálfur atkvæði gegn málinu. Málið var hins vegar samþykkt í fyrstu atrennu, þar sem m.a. minnihlutinn klofnaði eins og meirihlutinn. Bæjarstjórinn hins vegar setti málið á frost og þegar það var síðan tekið fyrir aftur, þá var það fellt með 6 atkvæðum gegn 1.
Ég hóf störf í Framkvæmda- og hafnarráði snemma haust 2015. Ég ætla ekki að taka þetta í einhverri ákveðinni röð heldur bara eftir minni. Á fyrsta fundi sem ég sat, komu á fundinn fulltrúar slökkviliðs Vestmannaeyja, enda þekkt vandamál húsnæðismál slökkviliðsins. Ýmsar staðsetningar hafa verið ræddar, t.d. neðsta hæðin í Fiskiðjunni en það vakti athygli mótmæli við þeirri niðurstöðu vinnuhóps um að leggja til að það verði byggð ný aðstaða við malarvöllinn. Ég ætla hins vegar að lýsa yfir stuðningi við þessa staðsetningu, það eru stofnbrautir í allar áttir frá þessari staðsetningu. Varðandi útlit á húsinu, þá má alltaf laga það til en þetta mál þarf að fara að klára, enda slökkviliðið löngu búið að sprengja utan af sér núverandi húsnæði.
Næsta mál er tekið var fyrir var útboð á utanhússviðgerðum á Fiskiðjunni upp á 158 milljónir, ef ég man rétt. Í samráði við leiðtoga Eyjalistans bókaði ég hins vegar að réttast væri að setja frekar meiri fjármuni í stækkun og viðbyggingu Hraunbúða. Hinn bæjarfulltrúi Eyjalistans var hins vegar mjög óhress með að tengja þessi mál saman, en fyrir því lágu hins vegar alveg skýr rök. Meirihlutinn hafði þá þegar klúðrað umsókn um styrk til framkvæmdasjóðs eldri borgara, sem var hafnað vegna formgalla ef ég man rétt og þetta virkaði og ég ætla enn og aftur að óska öllum bæjarbúum til hamingju með opnun á glæsilegri viðbyggingu við Hraunbúðir í janúar á þessu ári, en ég mætti að sjálfsögðu við opnunina.
Nýlega fjallaði eyjar.net um tillögu mína um hlið á flotbryggjur, en nú er komið eitt hlið. Tillaga mín hins vegar á sínum tíma var ekki samþykkt, en hún gekk að sjálfsögðu út á það að setja hlið á alla landgangana. Manneskjan sem bað mig um að leggja fram þessa tillögu situr núna sem fyrsti varamaður Eyjalistans í Framkvæmda- og hafnarráði, þannig að tillagan hlýtur að verða flutt aftur á þessu misseri, enda augljóst að þetta milljóna tjón sem varð í sumar hefði aldrei orðið ef komin hefðu verin hlið.
Ég bókaði um hrunmatið af mörgum ástæðum, en þetta sumar fylgdist ég með því og tók eftir að sum skemmtiferðaskipin, sem eru með mikið af tuðrum sem sigla í allar áttir, voru stundum að safnast saman áður en þau sigldu inn aftur í víkinni rétt austan við Dönskutó í Heimakletti, rétt hjá þar sem hrundi stór skella úr núna í haust.
Einnig höfum við séð uppbyggingu á varmadælu verkefninu við rætur á Hánni, þar sem klárlega á eftir að hrynja úr og til að útskýra málið betur, þá var eftir jarðskjálftana árið 2000 send fyrirspurn frá Vestmannaeyjabæ til Umhverfisstofnunnar um að gert yrði hrunmat. Viðbrögð Umhverfisstofnunnar voru þau, að senda fyrirspurn á Ingvar Atla Sigurðsson, jarðeðlisfræðing, og þáverandi yfirmann Náttúrufræðistofu suðurlands í Vestmannaeyjum. Ingvar sendi umhverfisstofnun kort af Vestmannaeyjum, þar sem hann litaði fjallsbrúnirnar í Vestmanneyjum til að benda þeim á, hvaða svæði þeir ættu að skoða en Umhverfisstofnun sendi síðan kortið áfram til Vestmannaeyja með þeirri skýringu að þetta væru svæðin sem við ættum að varast, þannið að alvöru hrunmat hefur því aldrei verið gert í Vestmannaeyjum og svo sannarlega eru þó nokkrir staðir, sem réttast væri að vara ferðamenn við, enda vill enginn sem starfar í ferðaþjónustunni upp á borð þá neikvæðu umræðu sem slys vegna hruns gæti kostað okkur.
Ég bókaði ítrekað þann möguleika okkar eyjamanna að fjölga komu skemmtiferðaskipa til Vestmannaeyja, en það liggur fyrir athugun á því að ódýrasta leiðin væri sú að koma fyrir flotbryggju fyrir Eiðinu yfir sumar mánuðina, tengja síðan landgang við krana sem myndi hífa landganginn niður að bryggjunni þegar það þurfti að nota hann.Áætlaður kostnaður er ca 30 miljónir. Ég tengdi þetta líka við mögulega aðkomu t.d. þeirra á Ribsafari að nýta sér þessa aðstöðu þegar vont væri fyrir klettinn. Einnig fína hugmynd frá Pétri Steingríms að byggja á eða við Eiðið safn í kring um fyrsta björgunarbátinn í Eyjum. Vandamálið við þetta væri kannski helst það að koma farþegunum frá Eiðinu inn í bæ, enda helsta iðnaðarsvæði okkar Eyjamanna þarna í kring, en ég reiknaði alltaf dæmið þannig, að fólk yrði flutt til og frá Eiðinu með rútum. Það væri þá ákveðin staður þar sem farþegar gætu safnast saman niðri í bæ eða farið í rútuferð. Tillagan var ekki samþykkt og það sem olli mér kannski enn meiri vonbrigðum var að amk. annar bæjarfulltrúinn greiddi atkvæði gegn tillögu minni og það þrátt fyrir að hafa áður samþykkt hana þar sem ég lagði hana fram á fundi Eyjalistans.
Að gefnu tilefni vil ég taka það fram þegar ég stoppa núna, að aldrei lagði ég fram neinar tillögur eða bókanir án þess að ræða málið fyrst við leiðtoga Eyjalistans, en ekkert af þessum málum hefur verið flutt aftur frá því um haustið 2015, enda hætti ég í ráðinu um sumarið 2016. Að sjálfsögðu er öllum, sem sitja í nefndum í dag, hvort sem er fyrir meiri eða minni hlutann, velkomið að flytja þessar tillögur aftur.
Meira mjög fljótlega.
10.11.2018 | 22:41
Uppgjörið, fyrri hluti
Mig minnir að það hafi verið í febrúar 2014, sem fulltrúi uppstillingarnefndar Eyjalistans leitaði fyrst til mín um að koma á lista fyrir kosningarnar það vor. Ég var svolítið efins framan af en ákvað síðan að slá til og taka 6. sæti listans. Um svipað leyti var leitað til Sonju Andrésdóttur og tók hún 7. sæti listans, en við 2 vorum þau einu sem voru óháð og utan flokka í framboðinu hjá Eyjalistanum það árið.
Ég hef nú fjallað áður um kosningaúrslitin og allt það, en það sem mestu skiptir er að rúmu ári eftir kosningarnar höfðu 3 í 4 efstu sætunum flutt frá Eyjum og ég því skyndilega kominn í 3. sætið og Sonja í 4., sem aftur þýddi það að við vorum bæði orðin varabæjarfulltrúar og komin í nefndir á vegum bæjarins.
Ég ætla að fjalla betur um störfin í nefndunum í seinni hluta uppgjörsins, en færa mig þess í stað fram til desember 2017.
Það gekk mikið á í desember, en m.a. kláraðist þá loksins mál sem ég hafði lagt fram í umhverfis og skipulagsráði og hægt er að lesa bókun mína og meirihlutans í fundargerðum frá þeim tíma undir heitinu, afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Þetta mál hafði verið ótrúlega erfitt og tekið ótrúlega mikinn tíma hjá mér, en þar sem leiðtogi Eyjalistans hvatti mig áfram með þetta mál og fylgdist með því allan tímann, þá kom ekki annað til greina annað en að klára þetta, en þessi bókun sem ég lagði fram þarna er í raun og veru ekki bókun, heldur fyrst og fremst yfirlit yfir aðdragandann að þessu máli, en ég hafði marg sinnis leitað eftir áliti m.a. hjá Guðjóni Bragasyni hjá Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga, sem m.a. hafði lofað mér því í ágúst mánuði að ég fengi greinargerð sem ég gæti notað til að klára þetta mál, en tilkynnti mér svo aftur í lok okt, að hann hefði ekki tíma til að sinna þessu máli, en að ég mætti nota alla þá punkta sem hann og aðrir hjá sambandinu höfðu sent mér.
Ég setti því fram saman þessa löngu bókun með 3 tilvísanir í efni frá þeim, sendi þetta síðan á Guðjón sem samþykkti þessa útgáfu mína en benti mér á að hún væri að sjálfsögðu allt of löng og því sennilega hafnað af formanni ráðsins. Bókunina lagði ég fram í nóv. Meirihlutinn óskaði að fá að fresta afgreiðslu málsinns fram í des, sem ég samþykkti.
Í millitíðinni bjó ég reyndar til mun styttri útgáfu, en ég hafði allan tímann á tilfinningunni að þetta færi óbreytt í gegng það gekk eftir.
Málið fór því til bæjarstjórnar, en 3 dögum fyrir bæjarstjórnarfundinn kom ég heim og þá lágu 8 mailar í inboxinu mínu frá Guðjóni Bragasyni og við alla stóð þetta:
Að beiðni bæjarstjórans í Vestmannaeyjum, þá sendi ég honum hér með afrit af öllum okkar samskiptum.
Ég var að sjálfsögðu alveg gapandi hissa yfir þessu, enda marg spurt að því hvort að það væri ekki trúnaður yfir öllu því sem ég var að spyrja hann út í, sem að sumt tengist ekkert þessu máli t.d.
Ég ræddi þetta strax um kvöldið við forystumenn Eyjalistans, en þetta var nú aðili sem leiðtogi Eyjalistans hafði mælt sérstaklega með að ég ræddi við í svona málum, enda væri þeir samflokks menn (kannski hefði það nú átt að vara mig við).
Daginn eftir náði ég hins vegar í Guðjón, sem var hinn aumasti, baðst innilegrar afsökunar og sendi mér síðan, að minni ósk, skriflega afsökunarbeiðni sem og afrit af ósk bæjarstjórans um afrit að öllum okkar samskiptum. Ég er með afrit af þessu öllu, en ætla aðeins að hinkra með að birta það, en mér fannst augljóst að með þessu væri enn mikilvægara að bæjarfulltrúar Eyjalistans tækju undir bókunina, eða amk. þær tilvitnanir sem voru í bókuninni. Leiðtogi Eyjalistans tilkynnti mér um kvöldið fyrir fundinn að hann ætlaði að reyna að fá hinn bæjarfulltrúann til að sleppa fundinum til þess að ég gæti komið inn og klárað málið, sem ég var að sjálfsögðu til í, en það vildi bæjarfulltrúinn ekki og eftir yfirlestur á bókuninni, þá tilkynnti þessi bæjarfulltrúi að hann myndi ekki styðja við eða taka undir bókunina. Ég sagði bara við leiðtogann að hann væri nú búinn að vera inni í málinu allan tímann og því ætlaðist ég til þess að hann styddi við bókunina, en eins og mig var farið að gruna, þá gerði hann það ekki efnislega.
Um kvöldið hringdi hann svo í mig og sagði mér ástæðuna fyrir því að hann gerði það ekki, af tillitssemi við þennan aðila þá ætla ég ekki að hafa það eftir hér, en ég gerði það hins vegar á lokuðum fundi Eyjalistans í byrjun jan. og þá sagðist hann ekki muna eftir þessu.
Ég var því frekar dapur í vikunni fyrir jólin, en það var mikið að gera og m.a. var að koma út jóla og áramótablað Eyjalistans, en í þetta blað hafði ég lagt gríðarlega vinnu m.a. safnað um 90% af öllum styrktarlínum í blaðið, sem mér finnst eiginlega hálf fáránlegt í dag vegna þess, að ég hef heyrt í sumum sem gáfu línu að þeir ætli ekki að borga, vegna þess að forsvarsmenn Eyjalistans eru ennþá að draga það að sækja um kennitölu fyrir Eyjalistan og það þýðir að sjálfsögðu ekkert að rukka um styrktarlínur með kennitölu Vestmannaeyjalistans.
Einnig fékk ég lánaðar myndir í blaðið frá nánum ættingjum úr austurbænum frá því fyrir gos. Einnig skrifaði ég fína grein í blaðið þar sem ég fjallaði um afgreiðslu ráðsins á Vestmannabraut 61 og 63b, en þar m.a. gerði ég nokkuð sem ég hef aldrei séð nokkurn nefndarmann í Vestmannaeyjum gera, þar biðst ég afsökunar á mínum hlut í þessu máli, en fjölmargir íbúar á svæðinu höfðu samband við mig til þess að þakka fyrir þessa grein.
Ég komst ekki til þess að taka á móti blaðinu fyrir dreifingu og það var ekki fyrr en daginn eftir að maður spurði mig að því, hvort ég væri búinn að lesa grein leiðtoga Eyjalistans?
Svo var ekki, en ég fór yfir greinina um kvöldið og ég verð að viðurkenn alveg eins og er, að ég var stór hneykslaður. Af tillitssemi við leiðtogann ætla ég ekki að fara út í þetta nánar, en við lestur á þessari grein var blaðið fyrir mér nánast ónýtt og öll vinnan sem að baki því lá.
Í þessari sömu viku hafði ég fengið fyrirspurn frá eyjar.net um hvað ég ætlaði að gera varðandi kosningarnar í vor og það var eiginlega ekki hægt að svara því á annan hátt en ég gerði, sem var einhvern veginn þannig, að ég væri mjög ósáttur við bæjarfulltrúana og ég teldi gríðarlega mikilvægt fyrir Eyjalistan að fá nýtt fólk til þess að leiða framboðið, og eftir smá umhugsun bætti ég við:
Ég hef það á tilfinningunni að ég verði ekki í framboði í vor, en marg sinnis á síðasta ári í samtölum við marga úr forystuliði Eyjalistans höfði bæði ég og Sonja tilkynnt það, að við værum tilbúin að halda áfram.
Forystumaður Eyjalistans var ekki mjög hrifinn af þessari yfirlýsingu minni og boðað var til, í framhaldinu, til uppgjörsfundar í byrjun jan. 2018. Það var mjög margt sem var farið yfir á þessum fundi, en að mínu mati var gríðarlega mikilvægt að moka svolítið hressilega út á þessum tímapunkti, en án þess að ég fari neitt nánar út í það sem fór fram á þessum fundi, þá var það mín niðurstaða að honum loknum að yfirlýsing mín hefði svo sannarlega verið réttlætanleg, en auðvitað voru sumir ekki hressir með það að vera að senda svona út opinberlega, en það kom alveg skýrt fram á fundinum að mjög margir þarna höfðu rætt þessar skoðanir mínar við mig, án þess að ég fari neitt nánar út í það.
Um miðjan jan. var sett saman 5 manna uppstillingarnefnd. Það var strax augljóst að í nefndinni voru 2 Samfylkingar manneskjur. Ég fékk rosalega sterkt hugboð við að sjá þetta og það sterkt að ég varaði Sonju við því, að það kæmi mér ekkert á óvart þó annar þessi aðili yrði hugsanlega til þess að reynt yrði að ýta henni neðar á listann í vor.
Í lok jan. var síðan haldinn fundur þar sem uppstillingarnefnd boðaði okkur 3 af 4 efstu sem ætluðu að halda áfram og í raun og veru sögðum við öll það sama, að við vildum fá að sjá hvernig listinn liti út, en það lá alveg skýrt fyrir, eins og fram hafði komið áður, að við Sonja vildum vera í 3. og 4. sæti, en það var í fyrsta skipti á þessum fundi sem leiðtogi Eyjalistans loksins tilkynnti það að hann vildi halda áfram og kannski gott miðað við það sem á undan hafði gengið, lýsti hann einnig yfir að hann liti ekki á sig sem leiðtogaefni.
Nokkrum dögum eftir þetta heyrði ég í fyrsta skipti í Njáli Ragnarsyni og fékk staðfest hjá fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd, að Njáll væri heitur fyrir því að koma í framboð. Mér fannst strax augljóst að þarna væri kominn leiðtogaefni fyrir Eyjalistan, ég tek það fram að ég þekki Njál aðeins og hef bara nokkuð gott álit á honum. Mér fannst hins vegar augljóst að með komu Njáls þá yrðu 4 efstu sætin sennilega karl, kona, karl, kona.
Ég lagðist í flensu þarna í byrjun febr. og notaði þann tíma mjög vel, fór m.a. vel yfir þær forsendur sem ég gaf mér fyrir því að fara í framboð 2014, en þær voru allar brostnar.
Ég velti því líka fyrir mér, að ef sú staða kæmi upp, sem ekki væri ólíklegt, að fyrrum leiðtogi Eyjalistans með sinn flokk, allavega að nafninu til á bak við sig, færi fram á að fá 3. sætið, hvort ég gæti hugsanlega sætt mig við það að fara neðar á listann og þurfa svo hugsanlega að treysta á þennan aðila í erfiðum málum. Svarið var augljóst. Þetta væri ég ekki tilbúinn í.
Ég ákvað hins vegar að kanna málið svolítið, bæði skoðaði bókanir á kjörtímabilinu og fann merkilegt nokkuð, enga bókun í neinu ráði frá hvorugum bæjarfulltrúunum. Ég hringdi því 2 kvöld í röð í leiðtoga Eyjalistans og spurði hann út í það, afhverju hann hefði ekki tekið upp og fylgt eftir málum sem ég hafði bókað um í þeirri nefnd sem hann núna sat í. Svörin voru þannig að enn og aftur ætla ég ekki að fara nánar út í þetta af tillitssemi við þennan aðila og bara svo það sé alveg á hreinu, mér er ekkert illa við þennan aðila, okkur gekk oft ágætlega að vinna saman, en það hafði einfaldlega komið allt of oft fyrir að málum sem ég hafði tekið upp var ekki fylgt eftir af bæjarfulltrúum, en bara svo það sé alveg á hreinu, þá lagði ég aldrei fram neina bókun öðruvísi en að ræða hana fyrst við leiðtoga Eyjalistans.
Eftir þessi samtöl við leiðtoga Eyjalistans, þá var í raun komin niðurstaða hjá mér svo ég hafði samband við fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd og tilkynnti það, hvað hefði farið okkar á milli og um leið þá niðurstöðu mína að miðað við þessar forsendur, þá treysti ég mér ekki til þess að halda áfram.
Ég heyrði strax að þessari manneskju létti við að heyra þetta frá mér, greinilega búin að vera einhver átök þarna og ég var beðinn um að bíða með að tilkynna þetta, en það var svo um mánuði síðar sem að upp komu aðstæður sem ég hafði í raun og veru beðið eftir, en í byrjun mars var auglýstur hádegisfundur í ráðinu á þriðjudegi. 2 dögum áður fór ég inn á síðu Eyjalistans á fb og skrifaði þar ágæta grein, sem ég held að hafi bara verið nokkuð góð og jákvæð, en þar tilkynnti ég það að ég hefði ákveðið að gefa ekki kost á mér. Hugsunin á bak við það var að mínu viti nokkuð augljós, ég tilkynnti að ég myndi segja af mér á fundinum á þriðjudeginum og gaf þannig forystumönnum Eyjalistans 2 daga ef þeir vildu eitthvað ræða við mig, sem ég bjóst reyndar ekki við, sem var rétt mat hjá mér, en eitt passaði ég alveg sérstaklega upp á í þessari grein, vegna þess að ég veit hvernig sumir þarna hugsa, en ég tók það alveg skýrt fram, vegna þess hversu margar kjaftasögur væru um önnur framboð, að ég væri EKKI að fara í neitt annað framboð og að ég myndi að sjálfsögðu styðja Eyjalistan áfram.
Annað sem ég hugsaði líka í sambandi við þessa úrsögn mína er, að með þessu gæti ég hugsanlega aukið líkurnar á að Sonja, sem fulltrúi óháðra, héldi sætinu sínu.
Viðbrögðin við þessari grein ollu mér hins vegar gríðarlegum vonbrigðum, en strax á þriðjudagskvöldinu hringdi fulltrúi Samfylkingar í stjórn Eyjalistans í mig. Í fyrstu bara til þess að minna mig á að ég yrði líka að segja af mér skriflega sem vara bæjarfulltrúi, en fór síðan að spyrja mig út í hinar og þessar kjaftasögur um hugsanleg framboð. Ég hreinlega kveikti ekki á því strax að hann væri að fiska eftir því, hvort ég væri kominn í annað framboð.
En þetta var ekki allt. Nokkrum dögum síðar heyrði ég í fulltrúa Samfylkingar í uppstillingarnefnd. Sama manneskja og ég hafði aðeins liðlega mánuði áður tilkynnt það, að ég ætlaði að hætta og hvers vegna og fyrsta setningin var þessi: Hvernig gengur hjá ykkur Elís, hvenær fáum við að sjá listann ykkar?
Það var alveg sama hvað ég sagði, mér var einfaldlega ekki trúað, en ég hef nú oftast verið skammaður fyrir það að segja bara hlutina eins og þeir eru og stundum þótt full hreinskilinn, ef eitthvað er. Enda það eina sem maður á skuldlaust, að vera heiðarlegur.
Ég var ansi hugsi yfir þessu öllu, en hélt samt áfram að ég myndi að sjálfsögðu áfram styðja Eyjalistan, enda áttum við óháð fulltrúa þarna í 4. sæti, en 2 vikum áður en Eyjalistinn birti listann sinn, var Sonja boðuð á fund og henni tilkynnt að hún gæti ekki fengið 4. sætið, en hún gæti fengið næsta sæti fyrir neðan.
Við höfðum rætt þetta saman, þannig að hún var undirbúin fyrir þetta og hún tilkynnti strax að hún myndi ekki taka sæti á þessum lista. Hún ætlaði reyndar að klára kjörtímabilið, en svo væri hún hætt.
Daginn sem Eyjalistinn birti listann sinn hafði Sonja samband við mig, ég hafði ekki séð listann, en það hafði ræst spá mín frá því í jan. að manneskja sem hafði boðið sig fram í uppstillingarnefnd hafði tekið þátt í því að ýta Sonju út til að koma sjálfri sér að. Fyrir okkur Sonju er þetta bara spilling og ekkert annað.
Sonja vildi skrifa einhverja grein á þessum tímapunkti og hrauna yfir Eyjalistan, en ég bað hana um að gera það ekki, bæði að það væri ekki okkar sem værum að hætta að reyna að hafa einhver áhrif þarna, en líka vegna þess að ég hafði óskað eftir því, að fengið yrði nýtt fólk til þess að leiða listann og það voru komnar 2 ungar manneskjur í 2 efstu sætin sem enga aðkomu höfðu haft að því sem á undan hafði gengið.
Niðurstaða okkar Sonju úr þessu samtali var sú að við tókum þá sameiginlega ákvörðun, að við myndum ekki styðja Eyjalistann í verki og myndum heldur ekki kjósa hann og síðar á árinu myndi ég síðan gera þetta upp, eins og ég er að gera nú.
Í samræmi við annað sem ég hef gert, þá lét ég forystumenn Eyjalistans vita af þessari ákvörðun okkar, samt var reynt að fá okkur á fundi fyrir kosningarnar, sumir kunna bara ekki að skammast sín.
Varðandi kosningarbaráttuna og úrslitin, þá var í raun og veru ekkert sem kom mér á óvart. Gagnrýni Eyjalistans á H-listan þótti mér dapurleg, en hrun Eyjalistans var alltaf í spilunum. Gagnrýni Eyjalista fólks er kannski svolítið sérstök líka, þegar haft er í huga að um mánaðarmótin nóv-des 17, þá gengu forystumenn Eyjalistans töluvert á eftir Elísi Jónssyni til þess að fá hann til liðs við Eyjalistan, og þá skipti það engu máli þó hann væri í flokksráði Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma.
Hinn glæsilegi sigur H-listans var einfaldlega árangur af frábærri kosningabaráttu, reyndar spáði ég því ca. mánuði fyrir kosningar við ágætan vin minn á D-listanum, að staðan væri á þeim tímapunkti 4-2-1, en þetta fór sem fór.
Niðurstaðan úr þessu öllu er kannski fyrst og fremst sú, að Eyjalistinn er fyrst og fremst flokkráðs framboð, þar sem óháðir eru bara notaðir til þess að fylla upp í lista.
Varðandi vinnubrögð forystufólks Samfylkingarinnar, þá skilur maður kannski betri í dag, hversvegna þessi flokkur sem einu sinni átti 5 þingmenn í suðurkjördæmi hefur einungis átt 1 síðustu ár.
Að lokum vill ég taka það alveg skýrt fram að að sjálfsögðu styðjum við Sonja bæði núverandi bæjarstjórnar meirihluta og vonum svo sannarlega, að þau haldi út kjörtímabilið, bæjarbúum öllum til heilla, en í seinni hlutanum mun ég svo fara yfir öll málin sem við Sonja bókuðum um, bæði hugmyndina á bak við þær sem og að einhverju leiti viðbrögð fráfarandi meirihluta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.9.2018 | 22:05
Lundasumarið 2018
Aðeins 1 pysja vigtuð á Sædýrasafninu í dag og lundaballið um næstu helgi og því rétt að gera upp lundasumarið.
Lundaballið í ár er á vegum Álseyinga sem gerðu eins og önnur félög undanfarin ár, þeas. gerðu sér ferð alla leið norður í perlu norðursins, Grímsey, til þess að geta boðið upp á lunda á lundaballinu, en Grímseyingar hafa heldur betur bjargað okkur Eyjamönnum undanfarin ár.
Sjálfur var ég svo heppinn að komast líka til Grímseyjar og kannski má segja sem svo, að besta lýsingin á þessum ferðum þangað sé sú, að vonandi fær maður að koma þangað aftur.
Eins og allir vita, þá var slegið met í fjölda bæjarpysja um 5600 pysjur og ef tekið er inn í dæmið öll pysjan sem fór í höfnina þá eru þetta amk. 7000 pysjur sem lentu hér í ár. Miðað við margföldunarregluna má reikna með að amk. 6-700 þúsund pysjur hafi komist á legg þetta sumarið hér í Eyjum, sem gerir það að verkum að þetta er 4. árið í röð, sem við fáum góðan árgang inn í stofninn. Engar tölur liggja fyrir um það frá fyrri tíð hve mikið af pysjum komu í bæinn á þessum bestu árum hér áður fyrr, en ég tel að fjöldinn í sumar sé virkilega farinn að nálgast þá tölu, hver sem hún er.
Leyfðir voru 6 veiðidagar í eyjum í sumar, frá og með 10. til og með 15. ágúst, sem er fjölgun um 3 daga frá síðustu árum. Ég tel að þessi fjölgun hafi verið vel réttlætanleg, enda mikilvægt að fá úr því skorið hvernig stofninn er að þróast, en ef aðeins hefðu verið leyfðir 3 síðastnefndir dagar eins og í fyrra, þá hefði sára lítið eða ekkert verið veitt, enda mest veitt fyrstu 3 dagana, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef, þá sýnist mér að veiðin hafi verið einhverstaðar á milli 3 og 400 lundar og það sem mestu skiptir, nánast eingöngu unglundi, þannig að útlitið er mjög bjart, en ég fór að sjálfsögðu ekkert í veiðar frekar en síðustu ár en vegna þess hversu seint pysjurnar komu, þá tel ég að það séu enn mörg ár í að hægt verði að leyfa einhverjar veiðar í júlí og ekkert óeðlilegt að reikna með því að þó að þetta góða varp haldi áfram næstu árin, þá taki það hugsanlega allt að 10 ár í viðbót fyrir lundastofninn að ná sínum fyrri styrk.
Ég sá á fésinu í sumar að sumir voru óhressir með það að einstaka veiðimenn, sem þegar höfðu náð sér í soðið norður í landi, færu til veiða þessa daga hér í Eyjum. Að mörgu leyti get ég vel skilið það og að vissu leyti tekið undir, en það verður þó að taka það fram að í þeim tilvikum er oftast um að ræða veiðimenn sem eru að sýna sonum sínum hina helstu veiði staði og kenna þeim jafnvel, hvar best er að vera eftir vindáttum og miðað við hve lítið var veitt, þá er þetta kannski í sjálfu sér svolítið auka atriði þegar á heildina er litið.
Ég heyrði líka að til væri sú skoðun hjá sumum að hugsanlega væri þessi mikli fjöldi lunda hér í byrjun ágúst, lundi sem væri að koma norður úr landi. Það liggur nú engin sönnun fyrir því og sjálfur tel ég þetta vera bölvaða vitleysu.
Stærsta áhyggjuefnið að mínu mati eru furðulegar fréttir um það, að í sumar hafi norskt fyrirtæki fengið leyfi til tilrauna veiða vestur í Ísafjarðardjúpi á ljósátu. Nú veit ég ekki hvort að þetta hafi einhver áhrif en, reynslan er sú, að allt æti sem tekið er úr hafinu og lífríkinu komi í bakið á okkur síðar, og við þekkjum það svo vel hér í Eyjum, hvaða áhrif það hafði þegar sílið hvarf og merkilegt nokkuð, mér skilst að ekki hefði fengist neinir fjármunir til sílisrannsókna hér við suðurströndina eins og stundaðar voru hér á árum áður (skilst reyndar að Bjarni Sæmunds hafi tekið einhverjar sköfur hérna við Eyjar) en nóg um það.
En jú, lundaballið er um helgina og að venju kem ég með litla sögu, sem er reyndar ekki veiðisaga í ár, heldur sagan af hinum litríka og skemmtilega Tóta lunda, sem því miður lést í sumar, en sagan er einhvern veginn svona:
Það var í ágúst fyrir 7 árum síðan að ég hafði ný lokið við að landa inni í Friðarhöfn á Blíðunni minni. Þetta var á meðan Hlíðardalur var ennþá starfandi, og Hallgrímur Rögnvaldsson, sem nú rekur Canton, var á lyftara að taka á móti fiskinum hjá mér. Eftir að löndun lauk, byrjar Hallgrímur að keyra fiskinum yfir á vigtina. Í síðustu ferðinni, rétt á meðan ég er að klára að þrífa bátinn tek ég eftir því að á leiðinni með síðasta karið, þá stöðvar hann allt í einu lyftarann í beygjunni til móts við Klifið, stekkur út, gengur að rótum brekkunnar, beygir sig niður og tekur eitthvað upp. Kemur svo keyrandi aftur til mín, kemur til mín og sýnir mér: Sjáðu hvað ég fann.
Við mér blasti pínulítil pysja, öll dúnuð. Hann bað mig um að taka hana og ég hringdi strax í konuna og bað hana um að koma, en fór í millitíðinni um borð hjá mér og skar smá fiskibút úr soðningunni minni, sem litla greyið var nú fljótt að gleypa í sig. Konan og yngri dætur mínar tvær komu og sóttu pysjuna, en ma. var tekin mynd af þeim með hana sem birtist á forsíðu Frétta (því miður á ég ekki lengur myndina) enda var þetta fyrsta pysja sumarsins. Þær urðu nú ekki margar þetta sumarið, en mig minnir að nafnið Tóti hafi komið til vegna þess að Þórarinn Ingi Valdimarsson hafi skorað fyrir ÍBV í þessari viku, en Tóti var mikill gleiðgjafi, bæði fyrir börn og fullorðna og að maður tali nú ekki um ferðamenn þessi 7 ár sem hann lifði og verður lengi sárt saknað.
Gleðilega skemmtun allir á lundaballinu.
3.9.2018 | 22:04
Sumarfrí 2018
Fór í sumarfrí 27. júlí og mætti aftur til vinnu 27. ágúst. Tók því nákvæmlega mánaðar frí, sem er sennilega lengsta frí sem ég hef tekið. Sumarfríið mitt byrjaði með ferð norður í perlu norðursins, Grímsey, en það er alltaf jafn gaman að koma þangað og þessi tilfinning sem ég fæ alltaf þegar ég er kominn umborð í Herjólf að nú sé ég í raun og veru kominn heim, Grímsey kemst sennilega næst þessu hjá mér, en fuglalífið, fólkið og bara eyjan öll er eitthvað sem ég mæli sérstaklega með að fólk heimsæki og frétti m.a. af því að móðir mín lét sig hafa það, núna seinni partinn í ágúst, að gera sér ferð út í Grímsey. 3 tíma sigling, 4 tímar á eyjunni og 3 tíma sigling tilbaka, en eins og hún orðaði það, það var svo sannarlega þess virði.
Helgina á eftir var síðan komið að stór hátíð okkar eyjamanna, Þjóðhátíðinni sjálfri og ég ætla að byrja á því að hrósa Þjóðhátíðarnefnd fyrir þann kjark sem þau sýndu með því að láta loksins verða af því að losa okkur við þetta leiðinda atriði sem heitir slagsmálin um stæðin, en mér fannst þetta takast afskaplega vel, ég veit að það voru margir sem voru á móti þessu, en í fyrsta skipti í þó nokkur ár byrjaði Þjóðhátíðin ekki á leiðinlegum myndböndum af því sem fylgt hefur þessu kapphlaupi um stæðin og ég vona svo sannarleg að þessi aðferð sé komin til að vera. Fyrir mitt leyti var Þjóðhátíðin alveg frábær í alla staði. Einhverjir voru að kvarta undan leiðinda veðri á sunnudagskvöldinu, en ég er nú svo skrýtinn að mér finnst eitthvað vanta ef við fáum ekki amk. smá bleytu og einhvern vind, en þetta truflaði mig ekki neytt.
Eitt langar mig að nefna líka sérstaklega tengt Þjóðhátíðinni, ég styð lögreglustjórann í Vestmannaeyjum heils hugar í því, að láta rannsóknar hagsmuni og hagsmuni þeirra sem verða fyrir hvers konar áföllum ganga fyrir og mér finnst allt í lagi, þó að fréttamenn sem hafa atvinnu af og aðrir sem hafa gaman af að tala niður Þjóðhátíðina okkar þurfa að bíða aðeins eftir fréttunum.
Helgina eftir Þjóðhátíð var svo tekinn rúntur um landið okkar með fellihýsi og byrjuðum við á því að fara að Úlfljótsvatni, sem ég hafði ekki gert áður, og langar að óska öllum skátum til hamingju með þetta svæði. Frábært að koma þangað, ekki nema 20 mín frá Selfossi, öll aðstaðan til fyrirmyndar og þarna á ég svo sannarlega eftir að koma aftur síðar.
Tókum svo nokkra daga við að elta sólina norður í land og fundum sólina á Blönduósi, stoppuðum þar í 2 daga, tók svo strikið heim á leið enda framundan spennandi ferð til Færeyja og þangað fórum við 3. helgina í ágúst, en okkur hafði verið boðið að fara með út í eyjuna Sandey sem er frekar sunnarlega í Færeyjum, en þangað er siglt með ferju í hálftíma, ekki ósvipað og í Landeyjahöfn. Sandey er eitthvað stærri en Heimaey, þar búa rúmlega 1200 manns í nokkrum litlum þorpum, en þrátt fyrir það þá liggur nú þegar fyrir áætlun um það að gerð verði neðansjávargöng sem taka á í notkun árið 2024. Ætlunin er að göngin tengi saman Straumey, Sandey og Suðurey innan nokkurra ára. Þetta verða lengstu göng í Færeyjum og mikil framtíðar sýn í þessu, en það kostaði töluvert hangs í báðar áttir að komast með ferjunni sem er frekar gamaldags og lúin.
Við keyrðum um alla eyjuna og komum í 5 þorp en það vakti sérstaklega athygli mína, að í öllum þessum 5 þorpum var ágætis bryggju aðstaða, en aðeins í einu þorpinu voru einhverjir bátar, en að sögn heimamanna eru fáir eða enginn sem hefur atvinnu af sjómennsku í þessum þorpum. Eitt lítið frystihús er á einum stað, en allur fiskur sem kemur í það, kemur með ferjunni þó að þar sé fínasta höfn. En það er gríðarlega margt að sjá á þessari eyju, ofboðslega falleg hús í þorpunum og sum þeirra frá því á 19. öld. Við gistum í hótel Skálavík, sem er nýtísku hótel. Þar er hægt að leigja sér veislusal, einnig er hægt að leigja sér heitan pott og litla kofa til að grilla sér mat í, en við tókum einmitt þátt í einu slíku þar sem allir sitja í hring inni í kofanum og grillið er í miðjunni. Náttúran svíkur að sjálfsögðu engan sem heimsækir Færeyjar, en ég tók eftir því í fréttunum í vikunni að í fyrsta skipti í sögunni náðu Færeyingar því að fara yfir 51 þúsund íbúa, en töluvert er um að ungt fólk sé farið að sækja í að flytja til Færeyja.
Ég var aðeins 3 daga í Færeyjum, enda ætlaði ég að nota síðustu dagana í fríinu til að klára ýmislegt sem ég átti eftir að klára hérna heim við, sem ég og gerði, en það vakti sérstaka athygli mín að flugið frá Færeyjum til Reykjavíkurflugvallar tók aðeins 1 klst og 10 mín, en ég var svo óheppinn að koma út úr flugstöðinni á slaginu 17:00 þegar háanna tíminn er í umferðinni í Reykjavík, en það tók mig nákvæmlega 1 klst að komast frá flugvellinum að Kringlunni, sem ég giska á að séu svona ca. 5-6 km og ég trúi ekki öðru en að ráðamenn borgarinnar fari nú að gera eitthvað í þessu.
Það er alltaf jafn gaman að koma heim og bara ágætt að vera byrjaður að vinna aftur. Framundan er nýtt fiskveiðiár með töluverðum auknum aflaheimildum, ég ætla því að enda þetta með því að óska öllum sjómönnum og útgerðarmönnum gleðilegs nýs fiskveiðiárs.
12.7.2018 | 22:24
Lundaveiði veður
Það má með sanni segja að í sumar hafi ríkt sannkallað lundaveiði veður, en í flestum fjöllum og úteyjum í Vestmannaeyjum er einmitt besta veiðin í suðlægum áttum, en þetta tíðarfar er orðið ansi leiðinlegt, en ég man þó mörg ár þar sem mikið var um suðlægar áttir og lægðagang, en kannski má segja sem svo að þetta sé ekki ósvipað og hjá sjómönnum, flestir muna met túrana og mikið fiskirí, en menn eru fljótir að gleyma lélegu túrunum og verstu brælunum.
Nýlega var samþykkt í Umhverfis- og skipulagsráði að leyfa 6 lundaveiðidaga í staðinn fyrir 3 eins og síðustu árin. Ég tel að þetta eigi að vera í lagi, sérstaklega þar sem fyrir liggur að varpið er mun betra heldur en síðustu ár og vonandi skilar það sér með mikið af pysju í haust.
Hins vegar fannst mér vanta kannski aðeins inn í bókunina og hefði þá viljað sjá t.d. að sala á lunda væri algjörlega bönnuð og einnig að með fjölgun daga, þá fylgi sú áskorun á veiðimenn að þeir fari aðeins einu sinni til tvisvar til veiða. 6 dagar eru reyndar ekki mikið en klárlega aukast þá líkurnar á því að menn komist í betri sæti, í betri vindáttum og eigi þá meiri möguleika á að fá úr því skorið, hvort að ung lundinn sé að skila sér eða ekki, sem að mínu mati er gríðarlega mikilvægt. En að gefnu tilefni vil ég taka það skýrt fram, að samkv. nýjustu upplýsingum norður úr landi, þá er gríðarleg fjölgun á lundanum þar og nú þegar mikið af ungfugli í veiðinni hjá þeim, sem farið hafa til veiðar þar.
Ég hef heyrt í nokkrum sem farið hafa til veiða hér í Eyjum þessi síðustu ár og mér skilst að þetta litla sem veiðst hefur, hafi aðallega verið fullorðinn lundi, eða graddi, sem er ekki gott en vonandi verður þetta betri núna og vonandi fer nú veðrið að lagast, amk. ætla ég rétt að vona að veðurspá þeirra svokölluðu tvíhöfða manna verði ekki að veruleika, en þeir spáðu því í vikunni að það myndi klárlega hætta að rigna þegar hann færi að snjóa.
1.6.2018 | 22:29
Til hamingju með daginn sjómenn 2018
Ótrúlega skrýtin sjómannadagshelgi hjá mér í ár, enda loksins búinn að ná að selja Blíðuna og ekki bara það, heldur Blíðukróna líka.
Ég hef sagt þetta við nokkrar manneskjur að undanförnu og sum viðbrögð vöktu sérstaka athygli mína og þá sérstaklega þessi:
Til hamingju, og í hverju á svo að fjárfesta fyrir hagnaðinn?
Mér fannst þetta svo skrítin viðbrögð að ég varð eiginlega orðlaus, en vonandi samt, ef allt gengur upp, þá vonandi dugar það sem fæst fyrir útgerðina fyrir öllum skuldum, en það skýrist eiginlega ekki endanlega fyrr en í lok næsta árs (nokkurn veginn í anda þess sem fram kemur í grein sem ég skrifaði um árið um draum trillukarlsins).
Það vakti þó sérstaka athygli mína í dag, að í álagningum fyrir síðasta ár, þar sem ég hafði greitt skatt af meintum hagnaði útgerðarinnar, að þá fékk frúin reikning upp á á þriðju milljón vegna ofgreiddra örorku, sem er eiginlega stór furðulegt í sjálfu sér, en ef rétt er, sýnir í raun hversu fáránlegt Íslenska skattakerfið er, enda allar fréttaveitur fullar af fréttum af mönnum sem hafa í raun og veru hærri laun á mánuði heldur en ég og frúin samtals fyrir allt s.l. ár. En nóg um það.
Kvótaárið hér í Eyjum hefur verið nokkuð gott og við sáum t.d. nýlega í fréttum að eyjarnar hafa enn og aftur sett nýtt met í afla, sem er bara frábært og svolítið skrýtið að hugsa til þess að fyrir 4 árum síðan höfðaði Vestmannaeyjabær mál vegna sölu á eyjunum til Síldarvinnslunnar. Mál sem tapaðist þannig að forkaupsréttarákvæðið virkar ekki, en að mati sumra á þessum bátum, sem betur fer, enda fylgir því að renna inn í hin stærstu fyrirtæki í flestum tilvikum, veruleg launa lækkun.
Ég hef aðeins fylgst með umræðum að undanförnu um veiðigjöldin á Alþingi Íslendinga, þar sem nú liggur fyrir frumvarp frá meirihlutanum um lækkun veiðigjalda. Umræðan er að mínu mati á miklum villigötum, en að sjálfsögðu er ég alfarið á móti öllum veiðigjöldum, en finnst eðlilegt að þeir sem fái úthlutað aflaheimildum greiði sanngjarnt gjald til ríkisins, en merkilegt nokkuð, enginn hefur talað fyrir því sem gert var fyrir c.a. 4 árum síðan, þar sem veiðigjöldin voru færð yfir á landaðan afla, sem aftur gerði það að verkum að ég skrifaði greinar sem héti Braskara ríkisstjórnir, en þar var gerð sú breyting að þeir sem leigja frá sér aflaheimildir borga engin aflagjöld af þeim aflaheimildum, heldur lendir reikningurinn á leiguliðunum sem borga okur leiguna og þurfa síðan líka að borga veiðigjöldin til ríkisins.
Ágætur vinur minn úr liði VG sagði reyndar við mig að málið væri flókið, þar sem leiguliðar ættu engan talsmann í Ríkisstjórninni, svolítið skrýtið að það sé einmitt VG sem eru að fara fram á lækkun veiðigjalda yfir línuna.
Framundan er sumarið, vonandi verður mikið af makríl, vonandi finna menn aftur humarinn, sem virðist vera algjörlega horfinn (vinnubrögð Hafró) og vonandi munu þeir sem erfa skulu landið fá eitthvað meira í arf heldur en skuldir.
Gleðilegan sjómannadag allir sjómenn.