8.11.2010 | 12:36
Enn einu sinni fastur uppi á landi...........
.........og þetta er í 3 skiptið á 2 mánuðum sem ég þarf að kaupa mér gistingu og missa af vinnu ásamt öðrum óþægindum, og er tjón mitt orðið um 500 þús. krónur á þessu Landeyjaklúðri, og mér er sagt að ferð Herjólfs til Landeyjarhafnar í hádeginu í dag hafi verið aflýst vegna þess, að skipið hafi verið við það að taka niðri á flóðinu í morgun í Landeyjahöfn. Einnig er mér sagt að uppi séu hugmyndir um að loka Landeyjahöfn hugsanlega restina af vetrinum. Hef ég því ákveðið að skora á eftirtalda aðila að axla sína ábyrgð og segja af sér: Sigurður Áss Grétarsson, Siglingamálastofnun, Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Kristján Möller, alþingismann og fyrrverandi samgönguráðherra, Róbert Marshall, alþingismann og Árna Johnsen, alþingismann.
Kv. Georg E. Arnarson
24.10.2010 | 20:38
Af bankahruni og Landeyjahöfn
Mjög merkilegt að sjá í fréttunum í kvöld hversu slæmt ástandið er í Írlandi, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess, að aðstæður eru ekki ósvipaðar og hér á landi. Írar virðast þó vera með það á hreinu að það sé ekki bara stjórnmálamönnum og eftirlitskerfum um að kenna, heldur einnig bönkunum sjálfum og þegar maður hugsar til baka um hvernig bankarnir á Íslandi höguðu sér síðustu árin, lánandi oft á tíðum pólitískum samherjum sínum og ættingjum stórar upphæðir með einungis veði í sjálfum sér, þá er í sjálfu sér engin furða þó að staðan sé jafn slæm og hún er.
Margir fagna nýútkomnum hugmyndum ríkisstjórnarinnar um það hvernig hægt sé að koma til móts við yfirskuldsett heimili og hvernig ætlunin er, ef frumvarpið fer í gegn, að fyrna skuldir sem fólk getur ekki borgað á tveimur árum. Þetta er allt saman gott og blessað, en ég set þó stóran var nagla við það að það eigi að vera bönkunum í sjálfvald sett að taka ákvörðun um það, að þegar fólk sem misst hefur allt sitt og hefur ekkert getað eignast í tvö ár, að þá geti bankarnir, ef þeim sýnist, viðhaldið og endurnýjað aðfarar beiðnina og það jafnvel hugsanlega aftur og aftur? Ég hefði talið að mun skynsamlegra að eftir tvö ár, þá væri málinu einfaldlega lokið, enda að mínu mati kannski ekki það skynsamlegasta að fela bankastofnunum, sem svo sannarlega hafa farið illa að ráði sínu undanfarin ár, að taka ákvörðun um það hvort að skuldir upp á milljarða séu afskrifaðar eða ekki?
Lítið að gerast í Landeyjahöfn og kannski eins gott, það spáir stormi á morgun. Það sem ég hef velt mest fyrir mér að undanförnu, eins og fleiri Eyjamenn, er hvernig í ósköpunum starfsmenn Siglingamálastofnunar fengu það út, að ríkjandi vindátt í Eyjum væri suðvestan átt? Þetta eru afar furðuleg vinnubrögð, þessi niðurstaða, því að það þarf ekki annað en að lesa útgerðarsögu Vestmannaeyja sem og aðrar sögur tengdar Eyjum og slysum við Eyjar. Í 90% tilvika gerast flestar slysasögur á sjó við Eyjar í austanáttum. Eina sem að mér dettur í hug, sem skýrir þessa niðurstöðu þeirra hjá Siglingamálastofnun er, að þeir hafi aðeins fylgst með vindafari við Eyjar á sumrin, því á sumrin, þegar mikið er um hægviðri eins og síðust ár, þá er það alþekkt að hér geri sólfarsvind sem lýsir sér oft með suðvestan átt upp úr hádegi, en það hafa lundaveiðimenn í Eyjum löngum nýtt sér.
Þegar ég les yfir allar þær athugasemdir sem ég skrifaði á sínum tíma, þá rek ég augun í það að marg oft nefndi ég austanáttina, sem eitthvað sem menn ættu að hafa í huga við val á staðsetningu hafnarinnar, enda er ég á þeirri skoðun, að ef höfnin hefði verði svona ca. 6 mílum vestar, þá hefðum við verið alveg laus við þessi vandamál í austanáttinni. Annað sem mig langar að nefna líka úr eldri umfjöllun er niðurskurður á heilsugæslunni. Þetta nefndi ég oft og eins fleira, því oft sinnis taldi ég upp að tenging við byggðirnar á suðurlandi, sem svo sannarlega er jákvætt, hefðu augljóslega þann galla að ríkið myndi að sjálfsögðu horfa til þess og skera niður þjónustu á vegum ríkisins, eins og nú þegar liggur fyrir, fækkun starfa á Herjólfi, hugmyndir um niðurskurð hjá löggæslunni, skattstofan hugsanlega færð í burtu og svo það nýjasta, niðurskurður á heilsugæslunni. Allt tengist þetta því að að sjálfsögðu fáum við Eyjamenn ekki allt fyrir ekki neitt. Reyndar eru ótrúlega margir Eyjamenn á þeirri skoðun sem að kom fram í máli forstjóra Siglingamálastofnunar í ágætu Kastljós viðtali í síðustu viku, þ.e.a.s. að málinu verði reddað. Vonandi gengur það eftir.
Meira seinna.
14.10.2010 | 21:47
Bankahrun = heilaþvottur
það er mikið skrifað og skrafað um bankahrunið og viðbrögð ríkisstjórnarinnar til hjálpar ofurskuldsettum landsmönnum og tillögum Ríkisstjórnarinnar um niðurskurð og hækkandi skatta og í framhaldi af því, hávær mótmæli um allt land, sérstaklega vegna niðurskurðar hjá heilsugæslunni, en bara svo að mín skoðun á því sé alveg á tæru, þá er það þannig að á sama hátt og útgerðin er lífæð okkar Eyjamanna, þá er öflug heilsugæsla algjört lykilatriði í því að halda Eyjunni okkar í byggð.
Margt hefur vakið athygli mína að undanförnu hjá hinum og þessum aðilum í umfjöllum um ástæðum bankahrunsins, en þó sérstaklega umfjöllun á RÚV síðustu vikur, þar sem samasem merki er sett á milli hruns Íslenska bankakerfisins og hruns Enron, stærsta banka Bandaríkjanna og m.a. ástæðan fyrir því hvernig fór útskýrð með tveimur tilraunum, sem vöktu athygli mína.
Í fyrsta lagi, þá var maður ráðinn í vinnu til að taka þátt í spurningarkeppni. Honum var afhentur hnappur til að ýta á, og sagt að það væri til þess að ef maðurinn, sem væri staddur í næsta herbergi, svaraði spurningum vitlaust, þá ætti hann að ýta á hnappinn og þá fengi sá hinn sami raflost. Honum var jafnframt tilkynnt að maðurinn í næsta herbergi væri hjartveikur, en að hann bæri enga ábyrgð á því. Hófst síðan leikurinn og í hvert skipti sem rangt svar kom, heyrðist öskur úr næsta herbergi. Þegar leið á, þá fór mælir að sýna ansi háan styrk á raflostinu og fór maðurinn þá að hafa áhyggjur, en var alltaf fullvissaður um það að þetta væri í lagi og hann bæri enga ábyrgð. Þegar leiknum lauk, var maðurinn farinn að senda rafstraum sem er tvisvar sinnum hærri en það sem venjulegt fólk þolir, en samt hélt hann áfram, en það skal tekið fram að að sjálfsögðu var enginn straumur sendur, heldur var sá sem öskraði aðeins að leika.
Annað svipað atriði var þannig, að 22 læknanemar fengu þau skilaboð frá yfirkennara sínum, að þeir ættu að fara og sækja ákveðið lyf og gefa ákveðnum sjúklingi ákveðið magn af lyfinu. Þetta var þannig útbúið að lyfið var eitthvað sem þeir þekktu ekki, en á pakkningunni utan um lyfið var tekið skýrt fram hver hámarks skammturinn væri, en í fyrirmælunum var þeim sagt að gefa tvöfaldan þann skammt og af 22 læknanemum, var 21 gripinn á leiðinni með lyfið til að gefa sjúklingnum.
Í sjálfu sér má segja sem svo, að þetta séu ágætis dæmi um það sem var að gerast í bönkunum. Þeir sem réðu ferðinni var einfaldlega trúað í einu og öllu og nánast alveg sama, hver átti í hlut, öllum efasemdarröddum var einfaldlega eytt með orðum eins og: En þú berð ekki ábyrgðina.
En hvað er hægt að gera fyrir skuldsett heimili, í mörgum tilvikum yfirveðsett vegna gengishrunsins? Mín skoðun á því er þannig, að í lögum er þetta þannig að ef þú kaupir eign með veði í eigninni, borgar inn á, en getur síðan ekki borgað meir. Eignin fer á uppboð, þá er í mörgum tilvikum fólk einfaldlega vegna skuldbindingar ef eignin er meira virði heldur en áhvílandi skuldir. Um þetta hafa margir dómar fallið. Vandamálið er hins vegar það, að nú eru eignirnar yfirveðsettar. Bankarnir sem í mörgum tilvikum lánuðu og ráðlögðu fólki oft að taka lán í erlendum gjaldmiðlum m.a. segjast ekkert geta gert, en ég velti því upp að ef við snúum dæminu þannig og gerum rétt fólksins hærri heldur en bankanna á svipaðan hátt og lyklafrumvarp Lilju Mósesdóttir, eða þannig að lög séu sett sem segja það, að ef fólk getur ekki lengur ráðið við greiðslur af sinni eign og bankarnir neita að lækka skuldirnar, þá geti það skilað inn lyklunum og sé jafnvel laust allra mála? Þannig held ég að auðveldara verði að fá bankana til þess að semja við fólk og miða þá greiðslubyrði frekar við verðmæti eignanna og greiðslugetu fólksins. Vissulega hefði þetta slæm áhrif á fjármagnseigendur, bankana, lífeyrissjóðina og ríkið, en hvort er meira virði, þessar stofnanir eða það að halda fólkinu í landinu?
Meira seinna.
6.10.2010 | 20:36
Landeyjahöfn, enn einu sinni
.......en vonandi samt í síðasta skipti, að minnsta kosti í bili.
Eins gott að fara að klára þetta mál, enda gætu verið að koma kosningar.
Ótrúlega margt hefur gerst á aðeins einni viku sem vakið hefur athygli mína. Í fyrsta lagi, ágæt grein Páls Imsland, þar sem hann segir að Landeyjahöfn verði alltaf til vandræða vegna þess hvernig straumar fara hringinn í kringum eyjarnar og safna sandinum saman þar sem Landeyjahöfn er. Nokkuð til í þessu hjá Páli, en ég held hins vegar að þegar mikið er um hæga vinda eins og stundum á sumrin, þá eigi nú að vera hægt að halda höfninni opinni.
Í öðru lagi, ágætt viðtal við Gísla Viggósson í Viðskiptablaðinu þar sem Gísli segir, sem satt er, að aldrei yrði hægt að nota Herjólf nema að mesta lagi á tímabilinu maí-ágúst og því er ég nokkuð sammála.
Í þriðja lagi, útboð Siglingastofnunar vegna dýpkunar í og við Landeyjahöfn. Það sem vekur athygli við þetta er að þarna er verið að tala um næstu 3 árin og tímabilið okt.-apríl á hverju ári. Það sem vekur strax athygli í þessu er að september er sleppt þrátt fyrir allan vandræðaganginn í haust. Að öðru leyti held ég að þetta sé skref í rétta átt, því að með þessu útboði er hægt að fá nokkuð góða hugmynd um hvað það kæmi til með að kosta að halda höfninni opinni yfir vetrarmánuðina næstu 3 árin og þá hægt að bregðast við því.
Í fjórða lagi, heyrði ég mjög undarlega frásögn af ráðningarmálum umborð í Herjólfi. Eins og allir vita, þá hefur þurft að fjölga fólki eftir að siglingar hófust til Þorlákshafnar aftur, en mér er sagt að þeim sem sjá um þrifin umborð hefðu fengið ráðningu, að sögn, tímabundið eða a.m.k. fram að næstu áramótum, en fengið síðan um síðustu mánaðamót, enn og aftur, uppsögn með þriggja mánaða fyrirvara sem tekur þá gildi frá og með áramótum, þannig að nú verður merkilegt að sjá hvað gerist í janúar.
Í fimmta lagi, heyrði ég í kunningja mínum sem fór með síðustu ferð úr Landeyjahöfn, að það væri eitthvað undarlegt að gerast með pípurnar og púðana í innsiglingunni og mér er nú sagt að nokkrir púðar séu horfnir og a.m.k. 3 eða 4 rör eða pípur við innsiglinguna og það án þess að hér hafi komið neitt raunverulegt vetrarveður.
Í sjötta lagi, þá langar mig að þakka Viðar Togga fyrir ágæta grein hans í Fréttum í síðustu viku, þar sem Viðar kemur með það sjónarmið sem hann og bæjarstjórinn og fjölmargir hér í Eyjum eiga við að stríða, þ.e.a.s. sjóveiki og öll þau óþægindi sem fylgja því að fara í þriggja tíma sjóferð. Ég er Viðari algjörlega sammála að þessu leytinu til, 25 mínútna ferð er að sjálfsögðu miklu betri kostur heldur en 3 tíma ferð, enda er lykilatriði í mínum málflutningi í þessu máli að næsti Herjólfur verði stærri og gangmeiri heldur en núverandi, en ekki minni eins og hugmyndir eru um til siglinga í Landeyjahöfn með þá hugsanlega útilokun á því, að þegar ófært er þá sé hægt að sigla til Þorlákshafnar. Það er vel skiljanlegt að fólk sem er sjóveikt og líður illa, horfi mikið til Landeyjahafna, en ég spyr á móti, hvað með Fiskmarkaðinn og fiskvinnslustöðvarnar sem þurfa að flytja hráefni á milli alla virka daga, hvað með öll litlu fyrirtækin eins og Grím kokk, Geisla, Miðstöðina, Húsasmiðjuna o.sfrv. sem þurfa að treysta á vörur oft daglega, að maður tali nú ekki um allar verslanirnar, en við fengur svo sannarlega sýnishorn núna í sept. þegar mjólkurlaust varð í Eyjum? Þess vegna er mitt sjónarmið afar einfalt, lítið skip sem siglir til Landeyjahafnar og getur ekki þjónustað okkur þegar ófært er þar með því að sigla til Þorlákshafnar er augljóslega ekki besti kosturinn.
28.9.2010 | 22:01
Myndir af togaranum Surprise sem strandaði í Landeyjasandi 1967 og Bakkafjara staðan
Fékk þessar myndir frá afa mínum og nafna úr Keflavík, en þær eru af togaranum Surprise frá Hafnarfirði sem strandaði í Landeyjasandi 1967, en afi keypti flakið og vann nokkur sumur eftir strandið við að rífa flakið og lenti í miklum hremmingum við það. Margsinnis var reynt að reikna út hvernig staðan yrði miðað við veðurspá dagana á eftir, en alltaf kom náttúran á óvart, enda er niðurstaða afa um það, hvort að höfn gæti gengið þarna sú, að það yrði aldrei.
Það er mjög forvitnilegt að skoða stöðuna eins og hún er í dag, en nýjasta nýtt er að í morgun tók Herjólfur niður inni í höfninni og það á há flóð, enda er búið að loka höfninni. Grafskipið Perlan er biluð, en gæti hvort sem er ekki unnið þarna enda ölduhæðin of mikil og svo heyrði ég það í hádegisfréttunum í viðtali við Sigurð Áss að nú vanti bara vestan rok til að hreinsa sandinn þarna í burtu, en ég velti því fyrir mér, hvort að maðurinn væri hreinlega ekki með öllum mjalla?
En til upprifjunar, samkvæmt fínustu mælingum Siglingamálastofnunar, þá á enginn sjógangur eða sandur að komast inn í höfnina, en þegar ég var að fara með skipinu í gær morgunn var töluverð hreyfing á skipinu, þó það lægi ennþá við bryggju. Samkvæmt sömu útreikningum ætti ekki að vera mikill sjógangur við innsiglinguna vegna skjóls af Heimaey annars vegar og hins vegar vegna nálægðar við rifið, en að undanförnu hafa flestar ferðir dottið út vegna sjógangs við innsiglinguna og þetta ætla menn í fullri alvöru að leysa allt saman með því að smíða minna skip og jafnvel útiloka þannig möguleikann á að sigla til Þorlákshafnar. Ég skil vel að fólk sé mjög hrifið af þessari stuttu siglingu, enda sjóveikin erfið, ég segi þó enn og aftur að með nýju hraðskreiðu skipi, stærri en Herjólfi, sem siglir til Þorlákshafnar þá fengist það öryggi allan ársins hring sem við verðum að hafa, ekki bara fólkið heldur ekki síður og jafnvel frekar fyrirtækin. Með því síðan að fela einkaaðilum að reka Landeyjahöfn og losa þar með ríkið undar því fjár austri sem greinilega verður þarna næstu árin, þá gæti t.d. Vestmannaeyjabær tekið að sér höfnina og rekið höfnina þá með hagnaði yfir sumarmánuðina og hugsanleg jafnvel, yfir vetrarmánuðina ef tíðin verður hagstæð. Þetta tel ég að væri besta lausnin í þeirri stöðu sem við erum í í dag og vonast svo sannarlega eftir því, að Eyjamenn fari nú að rumska upp við þær aðvaranir sem við fáum nú daglega, þ.e.a.s. lítið skip sem siglir Vestmannaeyjar-Landeyjahöfn 12 mánuði ársins er ekki það besta fyrir hagsmuni okkar og á því ekki að vera valkostur, þó svo að vissulega maður voni það, eins og aðrir Eyjamenn, að það verði hægt að laga þessa höfn eitthvað í framtíðinni.
Meira seinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2010 | 12:33
Lundaárið 2010, makríll og Bakkafjöruhugmynd
Lundaballið er um næstu helgi og því tími til kominn að gera árið upp, en ég ætla að byrja þessa grein á því að setja inn greinina mína frá því í apríl.
14.4.2010 | 20:50
Gleðilegt sumar allir
Þar sem lundinn settist upp í gærkvöldi, þá er það eins og vanalega hjá mér merki um að sumarið sé komið. Í öll þessi ár sem ég hef fylgst með komu lundans til eyja, þá sýnist mér að þetta sé í aðeins annað skiptið, síðustu 20-30 árin sem lundinn kemur svona snemma, en t.d. í fyrra var hann viku seinna. Ástæðan er í mínum huga nokkuð augljós, ástandið í sjónum er þannig að ég hef ekki í sennilega jafn mörg ár og frá því að lundinn kom svona snemma síðast, séð jafn mikið líf í sjónum og virðist sjórinn hreinlega vera sneisafullur af öllum tegundum af fiski, bæði uppsjávar og botnfiski (eiginlega alveg ótrúlegt að lesa síðan allt bullið sem kemur frá Hafró).
Þessi góða byrjun er því miður hins vegar, engin ávísun á góða nýliðun síðla sumars, því margt á eftir að gerast áður en við förum að sjá bæjarpysjuna mæta í bæinn. Hins vegar er nokkuð ljóst, að þessi góða byrjun á lunda sumrinu 2010 muni að öllum líkindum gefa af sér ágætt varp, en þar sem að fjaran er ennþá opin fyrir snurvoð og engir af þessum svokölluðu lundarannsóknar aðilum virðast hafa nokkurn áhuga á að gera eitthvað raunverulegt til að bæta úr fæðuskorti pysjunnar síðla sumars, þá er því miður engin merki um það að stofninn fari upp á við í sumar, á það skal þó bent að lundastofninn á Íslandi skiptir mörgum tugum milljóna.
Varðandi hugsanlega lundaveiði í sumar, þá bind ég mestar vonir við það að þetta verði á svipuðum nótum og í fyrra, en frjálsar veiðar í einhverjar 4-6 vikur tel ég að sé alls ekki raunhæft, en ætla þó að enda þetta á sama hátt og svo oft áður og þegar ég fjalla um lundann: Ég hef tröllatrú á þeim svarthvíta og trúi því að löngu eftir minn dag, muni lundinn koma til Vestmannaeyja í milljóna tali eins og nú.
þannig leit þetta út eins og sést í apríl í vor og merkilegt nokkuð, þá gekk þessi spá mín nánast að öllu leiti eftir. Lundinn fór snemma, varpið fór vel af stað, svo kom makríllinn, fjaran er ennþá opin fyrir snurvoð og varpið hjá lundanum drapst nánast allt saman.
Að gefnu tilefni varðandi makrílinn, þá rak ég augu í furðulega niðurstöðu úr rannsóknum hjá Hafró þar sem makríllinn var skoðaður núna í ágúst og komust þeir í Hafró að þeirri niðurstöðu að makríllinn væri fyrst og fremst að éta krabbadýr og svif, en þennan sama dag og þessi niðurstaða var birt, þá hringdi ég í strákana á Magnhildi VE, þar sem þeir voru að draga netin inni í fjöru, í netunum var m.a. einn og einn makríll og opnuðu þeir nokkra fyrir mig og kom þá í ljós nokkrar tegundir af sílum og m.a. loðnu seiði, sem hljóta að vera slæmar fréttir fyrir okkur Íslendinga. Einnig hef ég tekið eftir því, að eftir að makríllinn fór að ganga inn í höfnina hér í Eyjum, eins og í mörgum öðrum höfnum kringum landið, þá sjást nánast engin seiði í höfninni og þá getum við verið að tala um að makríllinn sé hugsanlega að éta þorsk og ufsa seiði, sem ég held að afar mikilvægt sé að verði skoðað. Þessu til viðbótar, þá var mér sagt frá því fyrir nokkru síðan, að fyrir um 30 árum síðan hafið verið töluvert af lunda í Noregi, en eftir að makríllinn fór að gera sig heimakæran þar, hafi lundinn horfið. Þetta tel ég einnig að þurfi að rannsaka betur.
Varðandi framhaldið í lundanum, þá er ég kominn á þá skoðun, að 5 dagar í veiði sé ekki það rétta, eins og ég hafði reyndar bent á í vor og legg því til að á næsta ári verði annaðhvort allar veiðar bannaðar, eða leyft að veiða í ca. viku fyrir Þjóðhátíð og viku eftir Þjóðhátíð og væri þá hægt að kalla þær veiðar rannsóknaveiðar, bæði til þess að fylgjast með þróun stofnsins t.d. í aldursgreiningu og fleira.
Varðandi Landeyjarhöfn, þá kom frændi minn og fleiri að máli við mig, og hafði hann nefnt þá hugmynd að settur yrði einhvers konar sjódælubúnaður inn í höfnina, sem væri þá í gangi allan sólarhringinn og dældi sjó út úr höfninni af töluverðum krafti (að sjálfsögðu ekki þegar skipið væri að koma eða fara, þá væri slökkt) og minnka þannig þann kostnað sem hlýst af því að þurfa stöðugt að vera að moka frá innsiglingunni og höfninni. Mér finnst þessi hugmynd alls ekki alslæm og set hana því hér fram og í raun og veru þyrfti það ekki að vera svo dýrt að setja nokkrar öflugar sjódælur á nokkrum stöðum innan hafnar og við innsiglinguna og auka þar með a.m.k. eitthvað möguleikann á því að höfnin haldist opin?
Meira seinna.
12.9.2010 | 17:08
Framhald af fyrri grein
Reyndar hafði ég ákveðið að vera ekkert að tjá mig meira um Bakkafjöru, enda búinn að segja mitt, en mér var hins vegar bent á það nýlega, að enn væri tækifæri til að gera gott úr þeirri stefnu sem Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur tekið í samgöngumálum okkar, og ítreka því áskorun mína á bæjarstjórann, um að við Eyjamenn fáum að kjósa um okkar samgöngumál, þ.e.a.s. lítið skip til Landeyjarhöfn eða stórt skip til Þorlákshafnar og einkaaðilum þar með fengið að sjá um Landeyjarhöfn.
Í sjálfu sér á ég ekkert sérstaklega von á svari frá honum Elliða, enda er hann ekki vanur að svara pólitískum andstæðingum sínum, frekar en kratarnir í minnihlutanum sem styðja þessa höfn með dáðum og ráðum.
Þegar maður les síðustu tvær greinar sem Elliði hefur sent frá sér, t.d. í Fréttum 2. sept. þá gerir Elliði lítið úr undirskriftarsöfnunum eins og t.d. undir nafninu "Ströndum ekki" og dásamar það að bæjarstjórnin hafi staðið föst fyrir.
Í nýjustu Fréttum, eftir að Herjólfur var hér um bil strandaður, þá skrifar Elliði um kjark, æðruleysi og vit og kallar eftir samstöðu Eyjamanna, ótrúlegur tvískinnungur bæjarstjórans í Vestmannaeyjum.
En í síðustu grein minni fékk ég nokkrar fyrirspurnir, sem ég ætla að reyna að svara hér. Það er fullyrt m.a. að ekki sé hægt að taka stærra skip inn í höfnina í Þorlákshöfn heldur en núvernadi Herjólf. Til þess að svara þessu, þá hringdi ég að sjálfsögðu í Indriða, hafnarstjóra í Þorlákshöfn. Svarið er þetta: Það er ekkert mál þó að Herjólfur væri allt að 100m langur, en þeir hafa lengst tekið inn skip sem eru 140m löng, og uppi eru hugmyndir um að byggja í framtíðinni varnargarð fyrir utan innsiglinguna til að verjast suðaustan áttinni. Væri þá hægt að taka mun lengri skip inn.
Varðandi kostnaðar muninn á Þorlákshafnar leiðinni og Landeyjarhöfn, þá hefur mér alltaf fundist lykilatriðið vera traustar og öruggar samgöngur alla daga ársins, og tel hana ekki vera þannig að hægt sé að meta hana til fjárs, enda til hvers að hafa höfn í aðeins 1/2 tíma fjarlægð ef hún er meira og minna ófær allan veturinn?
Sigurður Ás Grétarsson, yfirmaður Siglingamálastofnunar, og einn af þekktustu pennum íhaldsflokksins, fer mikinn á Eyjamiðlunum þessa dagana og fullyrðir m.a., eins og Elliði og fleiri, að öll þessi vandamál í Landeyjarhöfn séu til komin vegna gossins í Eyjafjallajökli. Til að svara því, þá vill ég rifja það upp, sem Gísli Jónasson marg ítrekað sagði frá, þ.e.a.s. að það yrði að GPS mæla hreyfinguna á sandinum, til þess að menn gerðu sér grein fyrir því, hversu stórt vandamálið væri í raun og veru, en það var aldrei gert og í fréttunum í hádeginu í dag er síðan sagt frá því, að nú er reiknað með því að það þurfi að tí-falda það magn sem áætlað var að þyrfti að moka úr höfninni á ársgrundvelli og að kostnaður við grafarann sé ca. 2 milljónir á dag, já, sá á eftir að græða.
Sigurður Ás lýsir því líka yfir, að náttúran muni taka Landeyjarhöfn í sátt. Afar furðulegt að lesa þetta, enda verð ég að segja eins og er, eftir að hafa starfað hér sem sjómaður í 24 ár, að ég er stöðugt að aðlaga mig að breytingum í náttúrunni, en ekki öfugt.
Að lokum þetta: Því er haldið fram að ég sé alfarið á móti Bakkafjöru og ætla ég að leiðrétta það einu sinni enn. Um síðustu áramót skrifaði ég áramótagrein mína, þar sem ég lýsti því yfir að ég teldi Bakkafjöru gríðarlegt tækifæri fyrir ferðaþjónustuna yfir sumarmánuðina. Hins vegar tel ég hana ekki góðan valkost á heils árs grundvelli, eins og nú þegar hefur sýnt sig.
Herjólfs ferð er örugg ferð og annað er óásættanlegt.
Meira seinna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
9.9.2010 | 14:22
Áskorun á bæjarstjórann í Vestmannaeyjum
Það er svolítið skrítið að horfa á alla umræðuna í fjölmiðlum þessa dagana varðandi vandræðaganginn í Landeyjarhöfn og furðulegar yfirlýsingar sumra þeirra sem komið hafa að málinu, m.a. það að þetta sé allt gosinu að kenna, en eins og flestir Eyjamenn vita sem fylgjast með mínum skrifum, þá hef ég frá upphafi sett fram ýmsar athugasemdir vaðandi þessa framkvæmd, einfaldlega vegna þess að ég er sannfærður um það að framtíðar samgöngum okkar Eyjamanna sé ekki best varið með Bakkafjöru.
Strax í leikskóla er börnunum okkar kennt að það sé ekki mjög gáfulegt að byggja á sandi, en þessi Landeyjarhöfn er svo sannarlega byggð á sandi, og það er sandur meðfram allri fjörunni á suðurlandi. Við sem búum hérna í Eyjum þekkjum líka vindinn og sjóganginn, þannig að þessir síðustu dagar í Landeyjahöfn koma svo sannarlega ekki á óvart. Vegna umfjöllunar minnar síðustu ár, hef ég fengið fjölmargar athugasemdir og skoðanir, og síðast í fyrradag hringdi afi minn úr Reykjanesbæ í mig, til að segja mér frá því þegar hann starfaði við að rífa togarann Surprise frá Hafnarfirði, sem strandaði í Landeyjasandi 1967. Afi komst að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn í Þykkvabæjarfjörunni árið 1950, og sömu niðurstöðu og mikill meirihluti þeirra sem við mig hafa rætt, þarna verði aldrei heilsárshöfn, en hugsanlega einhvers konar sumarhöfn.
En hvað er til ráða? Herjólfur er byrjaður að sigla til Þorlákshafnar og er ég mjög ánægður með það, enda hafa frátafir (þrátt fyrri að skipið hafi verið stytt frá upphaflegri hugmynd) nánast heyrt til undantekninga. Gallinn er hins vegar sá að skipið er of lítið á þessari siglingaleið. Umræða ráðamanna gengur nú út á það, að það þurfi að smíða skip sem passar í Landeyjahöfn. Ég tel menn vera þarna á miklum villigötum, enda væri ekkert minni sandur í höfninni þó að skipið væri minna. Hins vegar væri töluvert meiri líkur á því að skipið gæti ekki nýst okkur til siglinga í Þorlákshöfn. Þetta er að mínu mati algjört lykilatriði, og í raun og veru síðasta tækifæri okkar til að gera samgöngur milli Lands og Eyja eins góðar og mögulegt er (að sjálfsögðu að undanskildum göngum). Skora ég því hér með á bæjarstjórann okkar, Elliða Vignisson, að hætta að hundsa skoðanir Eyjamanna og leyfa okkur að kjósa um þessa tvo möguleika i íbúakosningu, þ.e.a.s. minna skip til að þjónusta eyjarnar frá Landeyjarhöfn, eða stærra og gangmeira skip sem gæti siglt til Þorlákshafnar við bestu aðstæður á ca. 90 mín, og í framhaldinu síðan einkaaðilum og t.d. aðilum í ferðaþjónustunni falið að sjá um og reka Landeyjarhöfn yfir sumarmánuðina og jafnvel lengur ef tíðarfar er hagstætt.
Ég hef reyndar áður skorað á bæjarstjórann í ýmsum málum og fengið frekar lítil eða engin viðbrögð, en hér erum við að tala um mál sem koma til með að skipta gríðarlega miklu máli fyrir Eyjamenn og nágranna næstu 20 árin amk. og vonast ég því eftir skýrum svörum frá bæjarstjóranum okkar.
Með fyrirfram þökk
Georg Eiður Arnarson
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
9.9.2010 | 09:05
Fékk þetta sent
ÞETTA ER AÐ GERAST HÉR Í OKKAR EIGIN LANDI!
Við verðum strax að stöðva þetta!
Hefurðu tekið eftir að stigarnir eru brattari? Matvörurnar eru þyngri. Og allt er lengra í burtu! í gær gekk ég út á horn og ég varð forviða að komast að því hvað gatan okkar er orðin löng! Og, vitið þið, fólk er ekki eins tillitssamt núorðið, sérstaklega unga fólkið. Þau eru alltaf hvíslandi ! Ef þú biður þau að tala hærra, þá halda þau alltaf áfram að endurtaka sömu þöglu skilaboðin þar til þau verða rauð í framan! Hvað halda þau að ég sé, varalesari?
Mér finnst þau líka miklu yngri en ég var, þegar ég var á þeirra aldri.
Hins vegar eru aðrir sem segjast vera á mínum aldri, sem virðast svo miklu eldri en ég. Ég rakst á gamlan vin um daginn og hún hefur elst svo mikið að hún þekkti mig ekki einu sinni. Ég fór að hugsa um þessa veslings konu, meðan ég var að greiða hárið í morgun, og um leið horfði ég á eigin spegilmynd. Jæja, SVEI MÉR ÞÁ, jafnvel speglar eru ekki eins vandaðir og þeir voru áður fyrr!
Annað mál, allir aka svo hratt núorðið! Líf þitt og limir eru í hættu, ef þú ekur yfir á hraðbrautina fyrir framan þá. Ég get einungis sagt að bremsurnar þeirra hljóta að eyðast mjög hratt, miðað við hvernig ég sé í gegnum afturrúðuna að þeir skrensa og beygja.
Fataframleiðendur eru ekki eins vandir að virðingu sinni nú til dags. Er nokkur önnur skýring á því að þeir eru skyndilega farnir að merkja föt sem eru nr. 10 eða 12 sem nr. 18 eða 20? Halda þeir að enginn taki eftir þessu? Þeir sem framleiða baðvigtir eru við sama heygarðshornið. Halda þeir virkilega að ég trúi að það sé rétt þyngd sem ég sé? HA! Ég mundi aldrei leyfa mér að verða svona þung! Hverja heldur þetta fólk að það sé að plata?
Ég vildi gjarnan hringja í einhverja ráðamenn, til að tilkynna hvað sé að gerast en símafélagið er líka í samsærinu: Þeir hafa prentað símaskrárnar með svo litlu letri að enginn getur nokkru sinni fundið símanúmer þar!
Allt sem ég get gert er að senda þessa viðvörun áfram: Það hefur verið ráðist á okkur!
Ef það gerist ekki eitthvað stórkostlegt bráðlega, þá munu fljótlega allir þjáðst af þessari hræðilegu niðurlægingu.
VINSAMLEGA SENDU ÞETTA ÁFRAM TIL ALLRA SEM ÞÚ ÞEKKIR EINS FLJÓTT OG HÆGT ER, SVO AÐ VIÐ GETUM STÖÐVAÐ ÞETTA SAMSÆRI!
PS: ÉG SENDI ÞETTA TIL ÞÍN MEÐ STÓRU LETRI, ÞVÍ AÐ EITTHVAÐ HEFUR KOMIÐ FYRIR LETRIÐ Á TÖLVUNNI MINNI - þAÐ ER SMÆRRA EN ÞAÐ VAR ÁÐUR!!!!
28.8.2010 | 20:27
Ferð í Miðklett í fyrsta skipti í 2 ár
Fyrsta myndin er tekin úr fjörunni áður en lagt er í hann
Skriðan upp í Miðklett er erfið og alls ekki fyrir óvana
Skarðið á milli Miðkletts og Ystakletts heitir Dagmálaskarð og þar veiddi ég einu sinni 815 lunda á 4 klukkutímum, en illindi voru um þennan veiðistað, enda sögðu Ystakletts menn alltaf að það væri "þeirra" lundi sem flygi þarna mest
Gamla tjaldstæðið mitt austan í Danskhaus í Miðkletti og ennþá er þarna grjót sem ég notaði til að steina niður tjaldið, enda getur vindað vel þarna, en mig minnir a.m.k. 4 sinnum hafi tjald hjá mér fokið þarna með öllu saman
Útsýnið úr tjaldstæðinu er meiriháttar og erfitt að lýsa því með stakri mynd, en að mínu mati er þetta svæði eitt það fallegasta í Vestmannaeyjum
Önnur tekin á sama stað
Eitthvað var af lunda í Miðkletti þennan dag, gaman að því
Norðurhliðin á Miðkletti og að hluta til Heimakletti
Nokkrir lundar, ekki alveg útdauður
Uppáhalds veiðistaðurinn minn í Miðkletti síðustu árin, efst í Miðkletti, en þarna hef ég oft veitt 3-400 lunda á einum degi
Útsýnið úr sætinu
Og fyrir aftan sætið
Fýlsunginn orðinn vel stálpaður og tilbúinn í flug úr hreiðrinu
Elliðaey í austri og Herjólfur á leiðinni í Landeyjahöfn
Horft ofan af Heimaklett, Álsey og við hliðina á henni Brandur, litli punkturinn er Geirfuglasker og lengst í fjarska er sú gamla, aðeins einu ári eldri en ég, Surtsey
Smellti af einni niður í Duftþekju, norðan í Heimakletti, en á árum áður stundaði ég eggjatöku þar grimmt og náði m.a. einu sinni 2000 eggjum á einu vori úr Duftþekjunni
Home sweet home, fyrir miðju.